Eygló Ósk: Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 08:30 Eygló Ósk er aðeins sautján ára gömul en náði frábærum árangri á ÍM 50 um helgina. Fréttablaðið/Valli Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn. Sund Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn.
Sund Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira