Sérfræðingur að sunnan Brynjar Níelsson skrifar 22. maí 2012 06:00 Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi. Ég taldi í mínum pistli þessa túlkun undarlega og í engu samræmi við skýran texta ákvæðisins. Þar að auki hefur Hæstiréttur margdæmt þá til refsingar sem reynt hafa að koma til landsins með því að framvísa fölsuðum skilríkjum án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Um þetta eru því skýr og fjölmörg dómafordæmi. Með hliðsjón af því og að Helga Vala hefur látið málefni hælisleitenda sig varða í pólitísku starfi sem flokksmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar velti ég því fyrir mér hvort lögfræðingurinn Helga eða stjórnmálamaðurinn Vala væri að tjá sig um dóminn. Þegar Helga Vala gefur álit í fjölmiðlum á málum sem til umræðu eru verður hún að vera undir það búin að einhver andmæli henni. Skiptir þá engu máli hvort það eru félagar hennar í Lögmannafélaginu eða aðrir. Helga Vala var ekki að sinna lögmannsstörfum þegar hún gaf álit sitt á brotlega héraðsdómaranum og túlkun á gildandi lögum og reglum. Með gagnrýni minni er ég því ekkert að vega að starfsheiðri hennar sem lögmanns. Ég taldi bara túlkun hennar á gildandi rétti vera ranga. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að Helga Vala sinni lögmannsstörfum sínum af samviskusemi og gæti hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna eins og lögmönnum ber. Helga Vala segir að ég hafi kallað hana „svokallaðan sérfræðing" og hafi leyft mér á opinberum vettvangi að efast um þekkingu hennar í flóttamannarétti, sakamálaréttarfari og refsilögum. Ég hvorki kallaði hana „svokallaðan sérfræðing" né efaðist ég um þekkingu hennar í flóttamannarétti eða öðrum greinum lögfræðinnar. Umfjöllun mín um „svokallaða sérfræðinga" var í tengslum við dæmalausa orðræðu Marðar Árnasonar sem tók að sér í þingsal að vega að starfsheiðri verjanda mannanna og taldi nær að tilefndir yrðu sérfræðingar að sunnan til að halda uppi vörnum fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki að Mörður ætti við samflokksmann sinn, Helgu Völu, þegar hann talaði um sérfræðinga að sunnan. Ég hef hins vegar oft velt því fyrir mér, ótengt þessu máli, hvernig menn verða sérfræðingar, sérstaklega þegar þeir eru nýútskrifaðir úr skóla. En einhvern veginn verða sumir sérfræðingar í öllu öðru fremur um leið og þeir opna munninn í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Tengdar fréttir Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. 19. maí 2012 06:00 Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi. Ég taldi í mínum pistli þessa túlkun undarlega og í engu samræmi við skýran texta ákvæðisins. Þar að auki hefur Hæstiréttur margdæmt þá til refsingar sem reynt hafa að koma til landsins með því að framvísa fölsuðum skilríkjum án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Um þetta eru því skýr og fjölmörg dómafordæmi. Með hliðsjón af því og að Helga Vala hefur látið málefni hælisleitenda sig varða í pólitísku starfi sem flokksmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar velti ég því fyrir mér hvort lögfræðingurinn Helga eða stjórnmálamaðurinn Vala væri að tjá sig um dóminn. Þegar Helga Vala gefur álit í fjölmiðlum á málum sem til umræðu eru verður hún að vera undir það búin að einhver andmæli henni. Skiptir þá engu máli hvort það eru félagar hennar í Lögmannafélaginu eða aðrir. Helga Vala var ekki að sinna lögmannsstörfum þegar hún gaf álit sitt á brotlega héraðsdómaranum og túlkun á gildandi lögum og reglum. Með gagnrýni minni er ég því ekkert að vega að starfsheiðri hennar sem lögmanns. Ég taldi bara túlkun hennar á gildandi rétti vera ranga. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að Helga Vala sinni lögmannsstörfum sínum af samviskusemi og gæti hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna eins og lögmönnum ber. Helga Vala segir að ég hafi kallað hana „svokallaðan sérfræðing" og hafi leyft mér á opinberum vettvangi að efast um þekkingu hennar í flóttamannarétti, sakamálaréttarfari og refsilögum. Ég hvorki kallaði hana „svokallaðan sérfræðing" né efaðist ég um þekkingu hennar í flóttamannarétti eða öðrum greinum lögfræðinnar. Umfjöllun mín um „svokallaða sérfræðinga" var í tengslum við dæmalausa orðræðu Marðar Árnasonar sem tók að sér í þingsal að vega að starfsheiðri verjanda mannanna og taldi nær að tilefndir yrðu sérfræðingar að sunnan til að halda uppi vörnum fyrir hælisleitendur. Ég vissi ekki að Mörður ætti við samflokksmann sinn, Helgu Völu, þegar hann talaði um sérfræðinga að sunnan. Ég hef hins vegar oft velt því fyrir mér, ótengt þessu máli, hvernig menn verða sérfræðingar, sérstaklega þegar þeir eru nýútskrifaðir úr skóla. En einhvern veginn verða sumir sérfræðingar í öllu öðru fremur um leið og þeir opna munninn í fjölmiðlum.
Hvenær vegur maður að… Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. 19. maí 2012 06:00
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun