

Við kusum hana
Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía.
Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana.
Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip.
Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið.
Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana!
Skoðun

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar