Að greiða sín fósturlaun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun