Sýnum djörfung og dug Birna Þórðardóttir skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: Góðir í skandölum – komast upp með þá. Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upphaf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýðveldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgarinnar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sannleikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunarlega vel með gamla Víkurkirkjugarðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d"Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sameinist um það – undir leiðsögn forseta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endurreisn Rómaborgar!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: Góðir í skandölum – komast upp með þá. Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upphaf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýðveldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgarinnar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sannleikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunarlega vel með gamla Víkurkirkjugarðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d"Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sameinist um það – undir leiðsögn forseta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endurreisn Rómaborgar!!
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun