Landspítalinn og Hringbraut Hjálmar Sveinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun