Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 07:00 Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun