Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum Þórður Á. Hjaltested og Björg Bjarnadóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun