Aukin þjónusta við utangarðsfólk í efnahagshruni Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég ennfremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í málaflokknum í Reykjavík undanfarin ár. Árið 2008 var sett fram Stefna Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks 2008-2012. Formleg stefnumótun í málaflokki utangarðsfólks er nýlunda hér á landi. Við gerð þessarar stefnu var leitað til fagfólks, notenda þjónustunnar (þ.e. utangarðsfólks) og annarra hagsmunaaðila og málefni sett fram í samræmi við það. Á tímum hagræðingar í opinberum rekstri hefur Reykjavíkurborg hrint í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka lífsgæði fólks og koma í veg fyrir útigang. Starfshópur, skipaður borgarfulltrúum og fagfólki, vinnur nú að gerð nýrrar stefnu. Helstu verkefni sem sett hafa verið á laggirnar eftir efnahagshrun: n Árið 2008 voru tekin í notkun fjögur smáhýsi þar sem allt að átta einstaklingar geta búið. Verkefnastjóri í fullu stöðugildi er íbúum smáhýsa innan handar allan sólarhringinn. n Dagsetur Hjálpræðishersins er athvarf sem opið er alla daga vikunnar. Þar er m.a. hreinlætisaðstaða, heit máltíð o.m.fl. Reykjavíkurborg kom að samstarfi vegna Dagseturs árið 2009 með stöðugildi félagsráðgjafa með aðsetur í Dagsetri. Félagsráðgjafinn sinnir félagsráðgjöf og byggir upp iðju fyrir utangarðsfólk. n Haustið 2009 fór skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður af stað á vegum Rauða krossins. Um er að ræða sérútbúinn bíl með hjúkrunarfræðingum og fleiri sjálfboðaliðum og veitt er nálaskiptiþjónusta ásamt almennri hjúkrun og ráðgjöf fyrir vímuefnaneytendur. Frá janúar 2011 hefur Dagsetrið verið með nálaskiptiþjónustu í samstarfi við Frú Ragnheiði. n Árið 2010 opnaði Reykjavíkurborg heimili fyrir fimm heimilislausar konur. Sólarhringsvakt er á heimilinu. Ÿ Í ársbyrjun 2012 tók Reykjavíkurborg yfir rekstur á stoðbýli fyrir átta tvígreinda karlmenn þ.e. þá sem eru greindir með geðsjúkdóm ásamt áfengis-og vímuefnafíkn. Íbúarnir eiga það sammerkt að hafa verið heimilislausir til langs tíma. n Í maí 2012 jók Reykjavíkurborg stuðning sinn við Dagsetur með stöðugildi stuðningsfulltrúa og hálfu stöðugildi félagsráðgjafa. n Á vormánuðum 2012 fór af stað tilraunaverkefnið Borgarverðir. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og einn lögreglumaður aka um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk með því t.d. að aka því til læknis, á meðferðarstofnanir, í viðtöl til félagsráðgjafa, í og úr Dagsetri, Konukoti og í Gistiskýlið o.fl. Allt ofantalið er viðbót við þá þjónustu sem þegar var til staðar fyrir efnahagshrun. Þannig hefur Reykjavíkurborg rekið frá árinu 2007 heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Samhjálp rekur Gistiskýlið við Þingholtsstræti samkvæmt samningi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (Reykjavíkurborg). Gistiskýlið getur veitt 20 karlmönnum næturgistingu og hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni þar vikulega viðveru. Rauði krossinn rekur Konukot samkvæmt sambærilegum samningi og þar hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni einnig vikulega viðveru. Konukot er með átta rúm fyrir næturskjól. Systur Móður Theresu bjóða utangarðsfólki (og öðrum) upp á morgunverð fimm daga vikunnar. Auk þessa styrkir borgin rekstur Kaffistofu Samhjálpar sem er opin alla daga vikunnar Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekkingarstöð um margbreytileika, þar undir fellur málaflokkur utangarðsfólks. Fjölmennt sérfræðingateymi fundar þar reglulega um stöðu einstaklinga og málaflokksins í heild. Starfræktur er Samráðshópur um málefni utangarðsfólks. Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum sem öll sinna þjónustu við utangarðsfólk s.s. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rauða krossinum, Hjálpræðishernum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp, Fangelsismálastofnun, Geðsviði Landspítalans o.fl. Samráðshópurinn samanstendur af einstaklingum sem starfa á vettvangi með utangarðsfólki og hefur þá sérstöðu að geta komið með ábendingar um það sem betur má fara og hefur orðið eins konar málsvari heimilislausra t.d. hvað varðar pólitíska stefnumótun. Það er því ljóst að málaflokkurinn er ekki afskiptur af borgaryfirvöldum né öðrum stofnunum og félagasamtökum. Miklum fjármunum er veitt ár hvert til að viðhalda og auka við þjónustu í málaflokki utangarðsfólks. Mikilvægt er, þegar verið er að fjalla um málaflokk utangarðsfólks, að fjölmiðlafólk sé meðvitað um hvaða þjónustu hið opinbera og önnur félagasamtök eru að veita til að koma í veg fyrir misskilning og/eða einhliða umfjöllun. Stór hópur sérfræðinga og fagfólks lætur sig málin varða og kappkostar við að veita utangarðsfólki góða þjónustu. Enginn dregur í efa neyð þeirra sem ekki eiga sér fastan samastað og við sem samfélag eigum að láta okkur málefni utangarðsfólks varða. Við eigum að vinna saman og því er mikilvægt að allar upplýsingar um fyrirliggjandi þjónustu séu upp á borðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég ennfremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í málaflokknum í Reykjavík undanfarin ár. Árið 2008 var sett fram Stefna Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks 2008-2012. Formleg stefnumótun í málaflokki utangarðsfólks er nýlunda hér á landi. Við gerð þessarar stefnu var leitað til fagfólks, notenda þjónustunnar (þ.e. utangarðsfólks) og annarra hagsmunaaðila og málefni sett fram í samræmi við það. Á tímum hagræðingar í opinberum rekstri hefur Reykjavíkurborg hrint í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka lífsgæði fólks og koma í veg fyrir útigang. Starfshópur, skipaður borgarfulltrúum og fagfólki, vinnur nú að gerð nýrrar stefnu. Helstu verkefni sem sett hafa verið á laggirnar eftir efnahagshrun: n Árið 2008 voru tekin í notkun fjögur smáhýsi þar sem allt að átta einstaklingar geta búið. Verkefnastjóri í fullu stöðugildi er íbúum smáhýsa innan handar allan sólarhringinn. n Dagsetur Hjálpræðishersins er athvarf sem opið er alla daga vikunnar. Þar er m.a. hreinlætisaðstaða, heit máltíð o.m.fl. Reykjavíkurborg kom að samstarfi vegna Dagseturs árið 2009 með stöðugildi félagsráðgjafa með aðsetur í Dagsetri. Félagsráðgjafinn sinnir félagsráðgjöf og byggir upp iðju fyrir utangarðsfólk. n Haustið 2009 fór skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður af stað á vegum Rauða krossins. Um er að ræða sérútbúinn bíl með hjúkrunarfræðingum og fleiri sjálfboðaliðum og veitt er nálaskiptiþjónusta ásamt almennri hjúkrun og ráðgjöf fyrir vímuefnaneytendur. Frá janúar 2011 hefur Dagsetrið verið með nálaskiptiþjónustu í samstarfi við Frú Ragnheiði. n Árið 2010 opnaði Reykjavíkurborg heimili fyrir fimm heimilislausar konur. Sólarhringsvakt er á heimilinu. Ÿ Í ársbyrjun 2012 tók Reykjavíkurborg yfir rekstur á stoðbýli fyrir átta tvígreinda karlmenn þ.e. þá sem eru greindir með geðsjúkdóm ásamt áfengis-og vímuefnafíkn. Íbúarnir eiga það sammerkt að hafa verið heimilislausir til langs tíma. n Í maí 2012 jók Reykjavíkurborg stuðning sinn við Dagsetur með stöðugildi stuðningsfulltrúa og hálfu stöðugildi félagsráðgjafa. n Á vormánuðum 2012 fór af stað tilraunaverkefnið Borgarverðir. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og einn lögreglumaður aka um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk með því t.d. að aka því til læknis, á meðferðarstofnanir, í viðtöl til félagsráðgjafa, í og úr Dagsetri, Konukoti og í Gistiskýlið o.fl. Allt ofantalið er viðbót við þá þjónustu sem þegar var til staðar fyrir efnahagshrun. Þannig hefur Reykjavíkurborg rekið frá árinu 2007 heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Samhjálp rekur Gistiskýlið við Þingholtsstræti samkvæmt samningi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (Reykjavíkurborg). Gistiskýlið getur veitt 20 karlmönnum næturgistingu og hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni þar vikulega viðveru. Rauði krossinn rekur Konukot samkvæmt sambærilegum samningi og þar hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni einnig vikulega viðveru. Konukot er með átta rúm fyrir næturskjól. Systur Móður Theresu bjóða utangarðsfólki (og öðrum) upp á morgunverð fimm daga vikunnar. Auk þessa styrkir borgin rekstur Kaffistofu Samhjálpar sem er opin alla daga vikunnar Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekkingarstöð um margbreytileika, þar undir fellur málaflokkur utangarðsfólks. Fjölmennt sérfræðingateymi fundar þar reglulega um stöðu einstaklinga og málaflokksins í heild. Starfræktur er Samráðshópur um málefni utangarðsfólks. Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum sem öll sinna þjónustu við utangarðsfólk s.s. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rauða krossinum, Hjálpræðishernum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp, Fangelsismálastofnun, Geðsviði Landspítalans o.fl. Samráðshópurinn samanstendur af einstaklingum sem starfa á vettvangi með utangarðsfólki og hefur þá sérstöðu að geta komið með ábendingar um það sem betur má fara og hefur orðið eins konar málsvari heimilislausra t.d. hvað varðar pólitíska stefnumótun. Það er því ljóst að málaflokkurinn er ekki afskiptur af borgaryfirvöldum né öðrum stofnunum og félagasamtökum. Miklum fjármunum er veitt ár hvert til að viðhalda og auka við þjónustu í málaflokki utangarðsfólks. Mikilvægt er, þegar verið er að fjalla um málaflokk utangarðsfólks, að fjölmiðlafólk sé meðvitað um hvaða þjónustu hið opinbera og önnur félagasamtök eru að veita til að koma í veg fyrir misskilning og/eða einhliða umfjöllun. Stór hópur sérfræðinga og fagfólks lætur sig málin varða og kappkostar við að veita utangarðsfólki góða þjónustu. Enginn dregur í efa neyð þeirra sem ekki eiga sér fastan samastað og við sem samfélag eigum að láta okkur málefni utangarðsfólks varða. Við eigum að vinna saman og því er mikilvægt að allar upplýsingar um fyrirliggjandi þjónustu séu upp á borðinu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun