Tónlistargreinum gefið lengra líf FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Arnar Eggert Thoroddsen stundar nám í tónlistarfræðum í Edinborg. „Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“ Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira