Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun