Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar