Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? Er það eitthvað til að sækjast eftir? Eru bæturnar svona aðlaðandi fyrir fólk? Hámarksbætur fyrir einstakling sem býr einn eru 203.005 kr. fyrir skatt, en ættu að vera 243.600 kr. ef farið hefði verið eftir lögum um almannatryggingar, sem ekki hefur verið gert síðan 2008. Heldur fólk virkilega að fólk bíði í röðum eftir því að verða öryrkjar til að geta lifað á ca 156-173 þúsund kr. eftir skatt á mánuði? Upphæðin fer eftir því hvort viðkomandi býr með öðrum fullorðnum eða ekki. Þessi umræða er úti á túni og lýsir fáfræði fólks sem svona talar. Staðreyndin er sú að fjölgun öryrkja hér á landi er alls ekki meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Það kemur mér hins vegar á óvart að svo sé þar sem vinnuálag er mun meira hér en víða annar staðar. Enda eiga margir við stoðkerfisvandamál að stríða vegna mikillar vinnu. Íslendingar eru harðduglegt fólk sem vinnur oft lengur en heilsan leyfir. Sýnum öryrkjum virðingu Einnig hefur mér þótt afskaplega dapurleg umræða sem stundum ratar inn í fjölmiðla um að einstaka öryrkjar hafi það ágætt, þá ætlar allt um koll að keyra og myndin dregin þannig upp að öryrkjar hafi það rosalega gott. Nú spyr ég: Hvað er að því að einstaka öryrkjar hafi það ágætt? Á að setja í lög að öryrki skuli aldrei vera með það háar bætur að hann geti lifað af þeim? Oftar en ekki er fólk að kljást við mikil veikindi og ætti það eitt að duga þó að fjárhagsáhyggjur bætist nú ekki þar ofan á. Hættum að afbaka þessa umræðu um öryrkja og sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og mannsæmandi laun. Ef hægt væri að skipta um hlutverk, er þá einhver sem vill skipta með því að láta öryrkjanum í té heilsuna, taka við sjúkdómi öryrkjans og þurfa að lifa á 156.000 til 173.000 kr. á mánuði? Það efast ég um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Klerkaveldi, trú og stjórnmál Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Af og til kemur upp umræða um mikla fjölgun öryrkja. Oftar en ekki er látið að því liggja að fólk geti sótt um örorkulífeyri alveg eins og sótt er um atvinnuleysisbætur, málið sé svo einfalt. Því fer fjarri að hlutirnir gangi þannig fyrir sig. Fram þarf að fara nokkuð ítarlegt læknisfræðilegt mat. Svo er það spurningin hver vill verða öryrki? Er það eitthvað til að sækjast eftir? Eru bæturnar svona aðlaðandi fyrir fólk? Hámarksbætur fyrir einstakling sem býr einn eru 203.005 kr. fyrir skatt, en ættu að vera 243.600 kr. ef farið hefði verið eftir lögum um almannatryggingar, sem ekki hefur verið gert síðan 2008. Heldur fólk virkilega að fólk bíði í röðum eftir því að verða öryrkjar til að geta lifað á ca 156-173 þúsund kr. eftir skatt á mánuði? Upphæðin fer eftir því hvort viðkomandi býr með öðrum fullorðnum eða ekki. Þessi umræða er úti á túni og lýsir fáfræði fólks sem svona talar. Staðreyndin er sú að fjölgun öryrkja hér á landi er alls ekki meiri en í hinum Norðurlandaríkjunum. Það kemur mér hins vegar á óvart að svo sé þar sem vinnuálag er mun meira hér en víða annar staðar. Enda eiga margir við stoðkerfisvandamál að stríða vegna mikillar vinnu. Íslendingar eru harðduglegt fólk sem vinnur oft lengur en heilsan leyfir. Sýnum öryrkjum virðingu Einnig hefur mér þótt afskaplega dapurleg umræða sem stundum ratar inn í fjölmiðla um að einstaka öryrkjar hafi það ágætt, þá ætlar allt um koll að keyra og myndin dregin þannig upp að öryrkjar hafi það rosalega gott. Nú spyr ég: Hvað er að því að einstaka öryrkjar hafi það ágætt? Á að setja í lög að öryrki skuli aldrei vera með það háar bætur að hann geti lifað af þeim? Oftar en ekki er fólk að kljást við mikil veikindi og ætti það eitt að duga þó að fjárhagsáhyggjur bætist nú ekki þar ofan á. Hættum að afbaka þessa umræðu um öryrkja og sýnum þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og mannsæmandi laun. Ef hægt væri að skipta um hlutverk, er þá einhver sem vill skipta með því að láta öryrkjanum í té heilsuna, taka við sjúkdómi öryrkjans og þurfa að lifa á 156.000 til 173.000 kr. á mánuði? Það efast ég um.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun