Reglur víða verið hertar gudsteinn@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 00:01 Látinna minnst Skólanemandi í Newtown leggur blómvönd niður fyrir utan Sandy Hook-barnaskólann, þar sem hinn tvítugi Adam Lanza myrti 20 börn á leikskólaaldri, sex konur, þar á meðal móður sína, og svipti svo sjálfan sig lífi. nordicphotos/AFP Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað." Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað."
Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira