Úrslitakeppni NFL hefst í kvöld - allt í beinni á ESPN America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 21:00 Úr leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings um síðustu helgi en þau mætast aftur í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts NFL Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts
NFL Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn