NBA: Loksins sigur hjá Lakers - Boston tapaði niður 27 stiga forystu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2013 11:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.Dwight Howard var með 17 stig og 13 fráköst og Metta World Peace skoraði 17 stig og fimm þrista þegar Los Angeles Lakers vann 102-84 heimasigur á Utah Jazz. Kobe Bryant var með 14 stig, 14 stoðsendingar og 9 fráköst og þeir Steve Nash og Pau Gasol skoruðu báðir fimmtán stig. Derrick Favours var stigahæstur hjá Utah með 14 stig sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir þennan leik.Kyle Korver skoraði 27 stig þegar Atlanta Hawks vann 123-111 heimasigur á Boston Celtics eftir tvíframlengdan leik en þetta var sjötti tapleikur Boston-liðsins í röð. Korver skoraði átta þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum þara af fimm þeirra í fjórða leikhlutanum. Jeff Teague skoraði 23 stig, Al Horford var með 24 stig og 13 fráköst og Josh Smith skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Kevin Garnett var með 24 stig og 10 fráköst hjá Boston og Rajon Rondo náði fimmtu þrennu sinni á tímabilinu; 16 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.Dwyane Wade skoraði 29 stig þegar Miami Heat vann 110-88 heimasigur á Detroit Pistons en LeBron James bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Þetta var fjórði sigur Miami í röð og 18 heimasigurinn í 21 leik á tímabilinu.Kirk Hinrich skoraði 25 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum þegar Chicago Bulls vann 103-87 heimasigur á liði Golden State Warriors sem var búið að vinna þrjá leiki í röð. Nate Robinson skoraði 22 stig fyrir Chicago en hjá Golden State var David Lee með 23 stig og Stephen Curry skoraði 21 stig. Þrír leikmenn Bulls voru með tvennur en það voru þeir Jimmy Butler (16 stig og 12 fráköst), Carlos Boozer (15 stig og 13 fráköst) og Joakim Noah (14 stig og 16 fráköst).Kevin Durant var með 24 stig og 11 fráköst, Kevin Martin skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við 18 stigum og 14 stoðsendingum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-95 útisigur á Sacramento Kings. Thunder-liðið er búið að vinna 8 af 10 síðustu leikjum og er komið með besta árangurinn ío deildinni.Tony Parker fékk skurð fyrir ofan augað en snéri aftur og var alls með 23 stig í 113-107 útisigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks. Tim Duncan lék ekki vegna meiðsla en DeJuan Blair skoraði 22 stig fyrir Spurs. Rodrigue Beaubois var atkvæðamestur hjá Dallas með 19 stig.Marc Gasol skoraði 20 stig og tók 9 fráköst þegar Memphis Gizzlies vann 101-77 stórsigur á Brooklyn Nets. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 18 stig. Memphis er komið aftur í gang en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 114-101 Atlanta Hawks - Boston Celtics 123-111 (tvíframlengt) Miami Heat - Detroit Pistons 110-88 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-108 Chicago Bulls - Golden State Warriors 103-87 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 101-77 New Orleans Hornets - Houston Rockets 82-100 Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 107-113 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 95-105 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 102-84 NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.Dwight Howard var með 17 stig og 13 fráköst og Metta World Peace skoraði 17 stig og fimm þrista þegar Los Angeles Lakers vann 102-84 heimasigur á Utah Jazz. Kobe Bryant var með 14 stig, 14 stoðsendingar og 9 fráköst og þeir Steve Nash og Pau Gasol skoruðu báðir fimmtán stig. Derrick Favours var stigahæstur hjá Utah með 14 stig sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir þennan leik.Kyle Korver skoraði 27 stig þegar Atlanta Hawks vann 123-111 heimasigur á Boston Celtics eftir tvíframlengdan leik en þetta var sjötti tapleikur Boston-liðsins í röð. Korver skoraði átta þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum þara af fimm þeirra í fjórða leikhlutanum. Jeff Teague skoraði 23 stig, Al Horford var með 24 stig og 13 fráköst og Josh Smith skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Kevin Garnett var með 24 stig og 10 fráköst hjá Boston og Rajon Rondo náði fimmtu þrennu sinni á tímabilinu; 16 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.Dwyane Wade skoraði 29 stig þegar Miami Heat vann 110-88 heimasigur á Detroit Pistons en LeBron James bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Þetta var fjórði sigur Miami í röð og 18 heimasigurinn í 21 leik á tímabilinu.Kirk Hinrich skoraði 25 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum þegar Chicago Bulls vann 103-87 heimasigur á liði Golden State Warriors sem var búið að vinna þrjá leiki í röð. Nate Robinson skoraði 22 stig fyrir Chicago en hjá Golden State var David Lee með 23 stig og Stephen Curry skoraði 21 stig. Þrír leikmenn Bulls voru með tvennur en það voru þeir Jimmy Butler (16 stig og 12 fráköst), Carlos Boozer (15 stig og 13 fráköst) og Joakim Noah (14 stig og 16 fráköst).Kevin Durant var með 24 stig og 11 fráköst, Kevin Martin skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við 18 stigum og 14 stoðsendingum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-95 útisigur á Sacramento Kings. Thunder-liðið er búið að vinna 8 af 10 síðustu leikjum og er komið með besta árangurinn ío deildinni.Tony Parker fékk skurð fyrir ofan augað en snéri aftur og var alls með 23 stig í 113-107 útisigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks. Tim Duncan lék ekki vegna meiðsla en DeJuan Blair skoraði 22 stig fyrir Spurs. Rodrigue Beaubois var atkvæðamestur hjá Dallas með 19 stig.Marc Gasol skoraði 20 stig og tók 9 fráköst þegar Memphis Gizzlies vann 101-77 stórsigur á Brooklyn Nets. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 18 stig. Memphis er komið aftur í gang en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 114-101 Atlanta Hawks - Boston Celtics 123-111 (tvíframlengt) Miami Heat - Detroit Pistons 110-88 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-108 Chicago Bulls - Golden State Warriors 103-87 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 101-77 New Orleans Hornets - Houston Rockets 82-100 Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 107-113 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 95-105 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 102-84
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira