NBA: Lebron með stórleik í sigri á OKC - Clippers burstaði Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2013 09:00 LeBron James og Dwyane Wade fagna í nótt. Mynd/AP LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan.LeBron James var með 39 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 110-100 útisigur á Oklahoma City Thunder. James hitti úr 14 af 24 skotum sínum og hefði haldið metinu gangandi ef hann hefði annaðhvort hitt úr síðasta skotinu eða sleppt því að taka það. Þá var mínúta eftir af leiknum og Miami tíu stigum yfir. Chris Bosh var með 20 stig og 12 fráköst og Dwyane Wade bætti við 13 stigum og 8 stoðsendingum í þessum sjötta sigri Miami í röð á Oklahoma City Thunder. Miami vann fjóra síðustu leikina í lokaúrslitunum síðasta sumar og vann síðan báða deildarleiki liðanna í vetur. Kevin Durant skoraði 40 stig og tók 8 fráköst en hann klikkaði á fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan Miami náði góðri forystu í upphafi leiks. Russell Westbrook var með 26 stig og 10 stoðsendingar.Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 125-101 sigur á Los Angeles Lakers. Blake Griffin skoraði 18 af 22 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum sem Clippers-liðið vann 31-17. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Clippers og setti niður fimm þrista. Þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Los Angeles Clippers vinnur þrjá leiki á móti Lakers á einu tímabili. Kobe Bryant var með 20 stig og 11 stoðsendingar hjá Lakers.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Miami Heat 100-110 Los Angeles Lakers - Los Angeles Clippers 101-125 NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
LeBron James hitti "bara" úr 58 prósent skota sinna í nótt og gat því ekki bætt við metið sitt (30 stig og 60 prósent skotnýting í sex leikjum í röð) en það var samt ekki mikið hægt að kvarta yfir frammistöðu hans. Los Angeles Clippers fór afar létt með nágrana sína í Los Angeles Lakers í hinum leik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta voru síðustu leikirnir fyrir Stjörnuhelgina sem er framundan.LeBron James var með 39 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Miami Heat vann 110-100 útisigur á Oklahoma City Thunder. James hitti úr 14 af 24 skotum sínum og hefði haldið metinu gangandi ef hann hefði annaðhvort hitt úr síðasta skotinu eða sleppt því að taka það. Þá var mínúta eftir af leiknum og Miami tíu stigum yfir. Chris Bosh var með 20 stig og 12 fráköst og Dwyane Wade bætti við 13 stigum og 8 stoðsendingum í þessum sjötta sigri Miami í röð á Oklahoma City Thunder. Miami vann fjóra síðustu leikina í lokaúrslitunum síðasta sumar og vann síðan báða deildarleiki liðanna í vetur. Kevin Durant skoraði 40 stig og tók 8 fráköst en hann klikkaði á fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan Miami náði góðri forystu í upphafi leiks. Russell Westbrook var með 26 stig og 10 stoðsendingar.Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 125-101 sigur á Los Angeles Lakers. Blake Griffin skoraði 18 af 22 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum sem Clippers-liðið vann 31-17. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Clippers og setti niður fimm þrista. Þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Los Angeles Clippers vinnur þrjá leiki á móti Lakers á einu tímabili. Kobe Bryant var með 20 stig og 11 stoðsendingar hjá Lakers.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Miami Heat 100-110 Los Angeles Lakers - Los Angeles Clippers 101-125
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira