Tyrkneski NBA-leikmaðurinn Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic hefur verið dæmdur í 20 leikja bann fyrir ólöglega steranotkun en tók út fyrsta leikinn í banninu á móti Atlanta Hawks í nótt.
Metenolone sem er anabólískur steri fannst í sýni Hedo Turkoglu. Leikmaðurinn segist hafa fengið lyfið frá tyrkneskum þjálfara síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af axlarmeiðslum og að hann hafi ekki passað upp á það að athuga hvort innihaldið væri á bannlista NBA-deildarinnar.
„Þetta eru verstu kringumstæðurnar fyrir leikmann að vera í. Ég er mjög leiður yfir því að hafa sett mitt félag í þessar aðstæður og bið alla innilega afsökunar. Ég hefði átt að skoðað þetta lyf betur," sagði Hedo Turkoglu.
Hedo Turkoglu hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og missti meðal annars af 28 leikjum í byrjun tímabils eftir að hann braut bein í hendinni. Hann hefur aðeins náð að spilað ellefu leiki og er með 2,9 stig, 2,1 stoðsendingu og 2,4 fráköst að meðaltali í þeim.
„Þetta er búin að vera ein samfelld martröð og þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir mig," sagði Turkoglu.
Orlando Magic borgar Hedo Turkoglu 11,8 milljónir dollara í árslaun sem eru um einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum.
Turkoglu í 20 leikja bann fyrir steranotkun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Bayern varð sófameistari
Fótbolti