Tyrkneski NBA-leikmaðurinn Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic hefur verið dæmdur í 20 leikja bann fyrir ólöglega steranotkun en tók út fyrsta leikinn í banninu á móti Atlanta Hawks í nótt.
Metenolone sem er anabólískur steri fannst í sýni Hedo Turkoglu. Leikmaðurinn segist hafa fengið lyfið frá tyrkneskum þjálfara síðasta sumar þegar hann var að ná sér góðum af axlarmeiðslum og að hann hafi ekki passað upp á það að athuga hvort innihaldið væri á bannlista NBA-deildarinnar.
„Þetta eru verstu kringumstæðurnar fyrir leikmann að vera í. Ég er mjög leiður yfir því að hafa sett mitt félag í þessar aðstæður og bið alla innilega afsökunar. Ég hefði átt að skoðað þetta lyf betur," sagði Hedo Turkoglu.
Hedo Turkoglu hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og missti meðal annars af 28 leikjum í byrjun tímabils eftir að hann braut bein í hendinni. Hann hefur aðeins náð að spilað ellefu leiki og er með 2,9 stig, 2,1 stoðsendingu og 2,4 fráköst að meðaltali í þeim.
„Þetta er búin að vera ein samfelld martröð og þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir mig," sagði Turkoglu.
Orlando Magic borgar Hedo Turkoglu 11,8 milljónir dollara í árslaun sem eru um einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum.
Turkoglu í 20 leikja bann fyrir steranotkun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti