Þetta verður járn í járn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2013 13:00 Mynd/Anton „Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar." Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
„Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar."
Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira