Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratititilinn í körfubolta karla þar sem Garðbæingar mæta Íslandsmeisturum Grindvíkinga í lokaúrslitunum.
KKÍ hefur nú raðað niður leikjunum fimm en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla árið 2013.
Fyrsti leikurinn verður í Grindavík á miðvikudagskvöldið og leikur tvö er síðan í Ásgarði í Garðabæ tveimur dögum síðar. Allir leikir úrslitanna verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Hér er dagskráin fyrir lokaúrslitin:
Leikur 1 Grindavík-Stjarnan kl. 19.15 miðvikudaginn 17. apríl
Leikur 2 Stjarnan-Grindavík kl. 19.15 föstudaginn 19. apríl
Leikur 3 Grindavík-Stjarnan kl. 19.15 mánudagur 22. apríl
Leikur 4 Stjarnan-Grindavík kl. 19.15 fimmtudagur 25. apríl
Leikur 5 Grindavík-Stjarnan kl. 19.15 sunnudagur 28. apríl
Úrslitaeinvígið byrjar á miðvikudagskvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
