Meiðsli Russell Westbrook eru leikmönnum og stuðningsmönnum Oklahoma City Thunder mikið áfall. Boltastrákur á vegum félagsins tók tíðindunum hvað verst.
Westbrook meiddist illa á hné þegar að Patrick Beverley lenti illa á honum þegar sá síðarnefndi ætlaði að stela boltanum af Westbrook.
Beverley leikur með Houston Rockets en liðin eigast nú við í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Beverley þessi er ekki vinsælasti maðurinn í Oklahoma-borg í dag og mun Mitchell Brown, ungur boltastrákur, hafa sent Beverley þessi skilaboð á Twitter: „Patrick Beverley, ég er að koma til að drepa þig.“
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Oklahoma og félagið hefur fordæmt orð stráksins. Brown baðst síðar afsökunar á þeim en dró hana svo til baka.
„Í gær braust einhvern inn á Twitter-síðuna mína og hótaði þér lífláti. Það var ekki ég. Ég biðst afsökunar,“ skrifaði stráksi þá.
Boltastrákur hótaði NBA-leikmanni lífláti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
