Rammi Reykjavíkur Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2013 11:04 Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun