Rammi Reykjavíkur Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2013 11:04 Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun