Sýslumaðurinn farinn úr Dalasýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2013 18:45 Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni." Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni."
Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira