Sýslumaðurinn farinn úr Dalasýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2013 18:45 Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni." Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni."
Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira