Kraftlyftingakappinn Aron Teitsson hafnaði í sjöunda sæti í 83 kg. flokki á heimsmeistaramóti IPF í klassískum hrákrafts kraftlyftingum án hjálpartækja.
Aron lyfti 230 kg. í hnébeygju, 167,5 kg. í bekkpressu og náði upp 242,5 kg. í réttstöðulyftu. Hann náði því samanlagt 640 kg. í samanlögðu sem skiluðu honum í sjöunda sætið.
Hann hafnaði í fjórða sæti í bekkpressu.
