Jason Kidd var í gærkvöldi ráðinn þjálfari Brooklyn Nets en hann lagði skóna á hilluna í síðustu viku. Kidd lék í 19 ár í NBA deildinni og er talinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar frá stofnun hennar.
Jason Kidd verður þriðji þjálfari liðsins á innan við ári en Avery Johnson var rekinn frá félaginu í desember. Þá tók við stjórninni P.J. Carlesimo sem hætti með liðið þegar það féll úr leik í fyrir Chicago Bulls í úrslitakeppninni.
Kidd lék með New Jersey Nets á árunum 2001-08 en félaginu var síðar breytt í Brooklyn Nets.
Hinn moldríki Mikhail Prokhorov er eigandi félagsins en hann hefur alltaf ætlað sér stóra hluti með liðið.
Jason Kidd ráðinn þjálfari Brooklyn Nets
