Bitlaust bossaskak 29. ágúst 2013 15:15 Miley Cyrus í djörfum dansi á VMA-hátíðinni. mynd/getty Fjórir dagar eru nú liðnir frá umdeildu atriði Miley Cyrus á VMA-hátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar og andköfin heyrast enn. Sumir hneyksluðust en aðrir fundu kjánahrollinn hríslast um sig. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr klámvæðingu popptónlistar almennt en þetta atriði fannst mér heldur aumt. Mér dettur að sjálfsögðu í hug hið víðfræga „Nipplegate“-mál frá 2004, þegar Justin Timberlake afhjúpaði annað brjóst söngkonunnar Janet Jackson í hálfleik Super Bowl-leiksins. Húsmæður signdu sig og í nokkra sólarhringa hætti fólki að vera skítsama um Janet Jackson. Þetta augljósa og lítið ögrandi auglýsingatrix gerði samt lítið fyrir feril Jackson til lengri tíma litið. Til þess er hún, með fullri virðingu, of ómerkilegur listamaður.Kannski er ég bara svona þrælskemmdur eftir tíunda áratuginn. Áratuginn þegar meginstraums-tónlistarmaðurinn Marilyn Manson lék sér með táknmyndir nasista og kallaði sig „The God of Fuck“. Þegar hljómsveitin Metallica söng í beinni útsendingu á MTV-hátíðinni um að drepa börn og hafa mök við geitur. Þegar Madonna hafði samfarir í tónlistarmyndböndum sínum og rapparar sungu nær eingöngu um að skjóta löggur, neyta eiturlyfja og neyða konur til kynferðisathafna. Þessu hlógu reyndar norsku svartþungarokkararnir að, enda brenndu þeir kirkjur og drápu hver annan. Það er því kannski ekkert skrýtið að ég hafi ekki kippt mér upp við sýndarsamfarir Miley Cyrus. Fyrir mér voru þær nákvæmlega jafn ögrandi og slagarinn sem gerði pabba hennar frægan. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fjórir dagar eru nú liðnir frá umdeildu atriði Miley Cyrus á VMA-hátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar og andköfin heyrast enn. Sumir hneyksluðust en aðrir fundu kjánahrollinn hríslast um sig. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr klámvæðingu popptónlistar almennt en þetta atriði fannst mér heldur aumt. Mér dettur að sjálfsögðu í hug hið víðfræga „Nipplegate“-mál frá 2004, þegar Justin Timberlake afhjúpaði annað brjóst söngkonunnar Janet Jackson í hálfleik Super Bowl-leiksins. Húsmæður signdu sig og í nokkra sólarhringa hætti fólki að vera skítsama um Janet Jackson. Þetta augljósa og lítið ögrandi auglýsingatrix gerði samt lítið fyrir feril Jackson til lengri tíma litið. Til þess er hún, með fullri virðingu, of ómerkilegur listamaður.Kannski er ég bara svona þrælskemmdur eftir tíunda áratuginn. Áratuginn þegar meginstraums-tónlistarmaðurinn Marilyn Manson lék sér með táknmyndir nasista og kallaði sig „The God of Fuck“. Þegar hljómsveitin Metallica söng í beinni útsendingu á MTV-hátíðinni um að drepa börn og hafa mök við geitur. Þegar Madonna hafði samfarir í tónlistarmyndböndum sínum og rapparar sungu nær eingöngu um að skjóta löggur, neyta eiturlyfja og neyða konur til kynferðisathafna. Þessu hlógu reyndar norsku svartþungarokkararnir að, enda brenndu þeir kirkjur og drápu hver annan. Það er því kannski ekkert skrýtið að ég hafi ekki kippt mér upp við sýndarsamfarir Miley Cyrus. Fyrir mér voru þær nákvæmlega jafn ögrandi og slagarinn sem gerði pabba hennar frægan.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira