Fyrirmyndarparið Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, og ofurmódelið Gisele Bundchen er ávallt á milli tannanna á fólki vestra.
Brady hefur nú verið spurður út í hversu erfitt sé að versla jólagjöf fyrir ofurmódel sem þess utan á líklega allt sem hana vantar.
"Þær jólagjafir sem ég hef verslað hingað til hef ég verslað á amazon.com. Ég held fyrirtækinu á floti," sagði Brady léttur.
"Það er reyndar mjög erfitt að versla fyrir eiginkonuna þar. Ég á eftir að finna gjöf handa henni."
Við fáum væntanlega að vita í næstu viku hvað Brady keypti að lokum fyrir konuna.
Brady í vandræðum með jólagjöf fyrir Gisele
