Drættir í heildarmynd óskast Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Nýting orkulinda hefur að verulegu leyti byggst á orkufrekum iðnaði. Endalausar deilur vakna um raforkuverð, iðjuver, sæstreng og hvaða ár eða jarðhitasvæði megi virkja. Litlu hefur þar miðað til lendingar. Einfaldar staðreyndir heyrast varla, t.d. að 500-600 MW þurfi til að koma til móts við íbúaþróun og hægan vöxt venjulegra umsvifa fram til 2050 – hvað þá ef framleiða á vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur og flota. Með þessu er fátt eitt nefnt sem miklu máli skiptir um framvindu orkumála í landinu. Raforkuauðlindir okkar næstu fjörutíu árin eru afar takmarkaðar að öllu óbreyttu; innan við tvöföldun núverandi afls ef allt er til tekið – en sem ekki verður raungert vegna margvíslegra sjónarmiða er þarf að sætta. Þar hljóta að koma inn atriði eins og áhersla á innlenda nýtingu raforku til að framleiða t.d. mat, eldsneyti og hátæknivörur. Þar duga stefnuyfirlýsingar í skýrslum skammt.Stærstu flotarnir Stærsti bílafloti heims og stærsti fiskiskipafloti heims (miðað við höfðatölu) ásamt mörg hundruð vöruflutningabílum, 800 þúsund tonna álframleiðsla á ári og útblástur jarðhitaorkuvera skipa Íslendingum á bekk með mengunarglöðustu þjóðum. Gildir þá einu þótt við losum aðeins einn þúsundasta af gróðurhúsalofttegundum heims. Deilur eða umræður um þá stöðu og úrbætur eru fremur hljóðar. Ástæðurnar eru nokkrar. Ein er sú að allt of margir hafa enn ekki gert sér fulla grein fyrir hve langt kolefnisbrennsla og gróðurhnignun á heimsvísu hefur leitt mannkynið, hvað sem öllum náttúrulegum hitasveiflum líður. Allt of margir sjá ekki hve langt hlýnunin mun ná næstu áratugi, jafnvel þótt dregið verði úr gaslosun og hve fokdýrum vanda við verðum að taka á, bara í ljósi sjávarborðshækkunarinnar. Allt of margir hér, en þó sérlega meðal stórþjóðanna, halda í þá tálsýn að hlýnunin eigi sér náttúrulegar orsakir að mestu og fljótlega snúist þróunin við. Ekki einu sinni sú staðreynd að í fyrsta sinn á milljón árum gengur koltvísýringsaukningin á undan hlýnun en verður ekki eftir meginhlýnunina eins og við náttúrulegar sveiflur. Heldur ekki sú staðreynd að árleg aukning gasmagnsins í lofti er hraðari en verið hefur á öðrum hlýindaskeiðum í 800 þúsund ár og magnið að ná áður óþekktum hæðum. Pollýönnuleikur dugar skammt þegar alvaran er annars vegar. Vissulega ber að virða og þakka tryggð Íslands, vegna starfa stjórnvalda og þá einkum umhverfisráðuneytsins, við Kyoto-bókunina - eins þótt sagan muni dæma hana sem lítils megnuga í heild, frá 1997, því miður. Samkomulagið var framlengt til 2020 í Doha, með átaki allmargra þjóða sem standa fyrir aðeins 15% losunar gróðurhúsalofttegunda. Þarna erum við meðal skynsamari þjóðanna, svo langt sem það nær.Þolmörkin Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka losun gasanna um 20%. Þá þarf meiri umræður, samstöðu, skýr markmið, skilvirkar lausnir og skilning á að í raun verður að gera betur, bæði heima og heiman. Vonin um að þjóðir heims geri með sér bindandi losunarsamning sem innan þriggja ára er enn afar dauf. Ég bendi á að inn í umræður um samdrátt við losun hér á landi verður að blanda hugmyndum eða áætlunum um leit og hugsanlega vinnslu dýrrar olíu norðan við Ísland, bæði á Drekasvæði (okkar torfa) og við Grænland (annarra torfur). Mikið vinnsludýpi á fyrrnefnda svæðinu og gríðarlegt rek stórra borgarísjaka við Austur-Grænland setja olíuvinnsluna í flokk óþolandi áhættuatriða, svo ekki sé minnst á önnur hæpin úrlausnarefni við gas- eða olíuvinnsluna, jafnvel kolavinnslu í norðrinu. En það allt er þó léttvægara en að ætla sér yfirhöfuð að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti í auknum mæli næstu áratugi. Sannarlega liggja miklir peningar í norðurslóðaolíunni, ef hún er vinnanleg, en útilokað að láta eins og reynslan af rangri stefnu í náttúrunytjum (skógar, mýrar, síld, virkjunarstefna á öldinni sem leið o.s.frv.) kenni okkur ekki neitt. Skammsýn sölumennska á heldur ekki við. Finnist olía á norðurslóðum og verði unnt að teygja þolmörk heimsins til að vinna hana á fáeinum forsvaranlegum stöðum, má aðeins nota hana sem takmarkaða auðlind í efnaiðnaði. Þetta eiga að vera tímabundin skilaboð Íslendinga um leið og þeir stuðla áfram að samvinnu þjóða um nýtingu og siglingar á norðurslóðum. Olíuleit er ekki sjálfvirk ávísun á vinnslu en ástand í loftslagsbeltum jarðar verður brátt sjálfvirkur loki á síaukna losun gróðurhúsalofttegunda, eins þótt ársmeðalhiti heims hækki aðeins um 2 stig í stað 0,8 °C sem nú þegar valda víðtækum jákvæðum og neikvæðum umhverfisbreytingnum. Meira að segja hörðustu efasemdarmenn í loftslagsmálum vita að þar liggja þolmörkin. Vanti einhvern hlutlægar upplýsingar um kolefnisbúskap jarðar má benda á nýja bók Sigurðar R. Gíslasonar: Kolefnishringrásin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Nýting orkulinda hefur að verulegu leyti byggst á orkufrekum iðnaði. Endalausar deilur vakna um raforkuverð, iðjuver, sæstreng og hvaða ár eða jarðhitasvæði megi virkja. Litlu hefur þar miðað til lendingar. Einfaldar staðreyndir heyrast varla, t.d. að 500-600 MW þurfi til að koma til móts við íbúaþróun og hægan vöxt venjulegra umsvifa fram til 2050 – hvað þá ef framleiða á vistvænt eldsneyti fyrir samgöngur og flota. Með þessu er fátt eitt nefnt sem miklu máli skiptir um framvindu orkumála í landinu. Raforkuauðlindir okkar næstu fjörutíu árin eru afar takmarkaðar að öllu óbreyttu; innan við tvöföldun núverandi afls ef allt er til tekið – en sem ekki verður raungert vegna margvíslegra sjónarmiða er þarf að sætta. Þar hljóta að koma inn atriði eins og áhersla á innlenda nýtingu raforku til að framleiða t.d. mat, eldsneyti og hátæknivörur. Þar duga stefnuyfirlýsingar í skýrslum skammt.Stærstu flotarnir Stærsti bílafloti heims og stærsti fiskiskipafloti heims (miðað við höfðatölu) ásamt mörg hundruð vöruflutningabílum, 800 þúsund tonna álframleiðsla á ári og útblástur jarðhitaorkuvera skipa Íslendingum á bekk með mengunarglöðustu þjóðum. Gildir þá einu þótt við losum aðeins einn þúsundasta af gróðurhúsalofttegundum heims. Deilur eða umræður um þá stöðu og úrbætur eru fremur hljóðar. Ástæðurnar eru nokkrar. Ein er sú að allt of margir hafa enn ekki gert sér fulla grein fyrir hve langt kolefnisbrennsla og gróðurhnignun á heimsvísu hefur leitt mannkynið, hvað sem öllum náttúrulegum hitasveiflum líður. Allt of margir sjá ekki hve langt hlýnunin mun ná næstu áratugi, jafnvel þótt dregið verði úr gaslosun og hve fokdýrum vanda við verðum að taka á, bara í ljósi sjávarborðshækkunarinnar. Allt of margir hér, en þó sérlega meðal stórþjóðanna, halda í þá tálsýn að hlýnunin eigi sér náttúrulegar orsakir að mestu og fljótlega snúist þróunin við. Ekki einu sinni sú staðreynd að í fyrsta sinn á milljón árum gengur koltvísýringsaukningin á undan hlýnun en verður ekki eftir meginhlýnunina eins og við náttúrulegar sveiflur. Heldur ekki sú staðreynd að árleg aukning gasmagnsins í lofti er hraðari en verið hefur á öðrum hlýindaskeiðum í 800 þúsund ár og magnið að ná áður óþekktum hæðum. Pollýönnuleikur dugar skammt þegar alvaran er annars vegar. Vissulega ber að virða og þakka tryggð Íslands, vegna starfa stjórnvalda og þá einkum umhverfisráðuneytsins, við Kyoto-bókunina - eins þótt sagan muni dæma hana sem lítils megnuga í heild, frá 1997, því miður. Samkomulagið var framlengt til 2020 í Doha, með átaki allmargra þjóða sem standa fyrir aðeins 15% losunar gróðurhúsalofttegunda. Þarna erum við meðal skynsamari þjóðanna, svo langt sem það nær.Þolmörkin Íslendingar hafa skuldbundið sig til að minnka losun gasanna um 20%. Þá þarf meiri umræður, samstöðu, skýr markmið, skilvirkar lausnir og skilning á að í raun verður að gera betur, bæði heima og heiman. Vonin um að þjóðir heims geri með sér bindandi losunarsamning sem innan þriggja ára er enn afar dauf. Ég bendi á að inn í umræður um samdrátt við losun hér á landi verður að blanda hugmyndum eða áætlunum um leit og hugsanlega vinnslu dýrrar olíu norðan við Ísland, bæði á Drekasvæði (okkar torfa) og við Grænland (annarra torfur). Mikið vinnsludýpi á fyrrnefnda svæðinu og gríðarlegt rek stórra borgarísjaka við Austur-Grænland setja olíuvinnsluna í flokk óþolandi áhættuatriða, svo ekki sé minnst á önnur hæpin úrlausnarefni við gas- eða olíuvinnsluna, jafnvel kolavinnslu í norðrinu. En það allt er þó léttvægara en að ætla sér yfirhöfuð að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti í auknum mæli næstu áratugi. Sannarlega liggja miklir peningar í norðurslóðaolíunni, ef hún er vinnanleg, en útilokað að láta eins og reynslan af rangri stefnu í náttúrunytjum (skógar, mýrar, síld, virkjunarstefna á öldinni sem leið o.s.frv.) kenni okkur ekki neitt. Skammsýn sölumennska á heldur ekki við. Finnist olía á norðurslóðum og verði unnt að teygja þolmörk heimsins til að vinna hana á fáeinum forsvaranlegum stöðum, má aðeins nota hana sem takmarkaða auðlind í efnaiðnaði. Þetta eiga að vera tímabundin skilaboð Íslendinga um leið og þeir stuðla áfram að samvinnu þjóða um nýtingu og siglingar á norðurslóðum. Olíuleit er ekki sjálfvirk ávísun á vinnslu en ástand í loftslagsbeltum jarðar verður brátt sjálfvirkur loki á síaukna losun gróðurhúsalofttegunda, eins þótt ársmeðalhiti heims hækki aðeins um 2 stig í stað 0,8 °C sem nú þegar valda víðtækum jákvæðum og neikvæðum umhverfisbreytingnum. Meira að segja hörðustu efasemdarmenn í loftslagsmálum vita að þar liggja þolmörkin. Vanti einhvern hlutlægar upplýsingar um kolefnisbúskap jarðar má benda á nýja bók Sigurðar R. Gíslasonar: Kolefnishringrásin.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun