Skeinuhættir stjórnmálamenn Jón Steindór Valdimarsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Langt er síðan ég gerði upp hug minn um að Íslandi væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þar gildir einu hvort litið er til lífskjara, starfsskilyrða atvinnulífsins, öryggis- og varnarmála eða menningarmála. Ekki er byggt á skammtímasjónarmiðum um að ESB muni reynast einhvers konar bjargvættur á neyðarstundu. Þvert á móti er skoðunin byggð á því að aðildin muni fela í sér meiri farsæld fyrir okkur öll á næstu áratugum. Brýnasta hagsmunamálið í bráð og lengd er að tryggja efnahagslegan stöðugleika og búa í haginn fyrir öflugan útflutning. Það er forsenda góðra lífskjara. Með haftakrónu, hárri verðbólgu, gengissveiflum og annarri óáran sem fylgir okkar sjálfstæðu peningamálastefnu tekst það ekki. Í þeim efnum er reynslan ólygnust. Ég er eindreginn stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB. Af aðild verður auðvitað ekki ef aðildarviðræðum verður slitið. Það er öldungis fráleitt að halda því fram að aðildarviðræðurnar séu bara hjal um ekki neitt – niðurstaðan liggi þegar fyrir. Það verður að halda viðræðum áfram af fullum þunga og ná hagstæðri niðurstöðu. Ágæti aðildar að ESB er ekki háð víðtækum undanþágum frá hinu og þessu. Hagsmunir okkar og framtíð geta aldrei ráðist af þröngum sérhagsmunum eða ýtrustu kröfum háværra gæslumanna þeirra. Almenningur á ekki að súpa seyðið af þeim með lakari lífskjörum. Ég er handviss um að þegar grannt verður skoðað mun heildarhagsmunum Íslands verða betur borgið innan ESB. Að fenginni niðurstöðu viðræðna mun auðvitað hver og einn vega og meta fyrir sig hvort skynsamlegra sé að segja já eða nei. Stjórnmálamenn eiga margir hverjir erfitt með að hugsa til lengri tíma en enda hvers kjörtímabils. Eigið þingsæti og hagsmunir flokksins yfirskyggja því miður oftar en ekki langtímahagsmuni lands og lýðs. Slíkir stjórnmálamenn eru okkur skeinuhættir og þá eigum við að forðast eftir mætti. Því miður eru þeir margir á kreiki nú sem fyrr. Sjálfur mun ég leggja þeim lið sem vilja halda dyrum opnum, leiða aðildarviðræður til farsælla lykta á næstu misserum og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Hinir mega eiga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Langt er síðan ég gerði upp hug minn um að Íslandi væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þar gildir einu hvort litið er til lífskjara, starfsskilyrða atvinnulífsins, öryggis- og varnarmála eða menningarmála. Ekki er byggt á skammtímasjónarmiðum um að ESB muni reynast einhvers konar bjargvættur á neyðarstundu. Þvert á móti er skoðunin byggð á því að aðildin muni fela í sér meiri farsæld fyrir okkur öll á næstu áratugum. Brýnasta hagsmunamálið í bráð og lengd er að tryggja efnahagslegan stöðugleika og búa í haginn fyrir öflugan útflutning. Það er forsenda góðra lífskjara. Með haftakrónu, hárri verðbólgu, gengissveiflum og annarri óáran sem fylgir okkar sjálfstæðu peningamálastefnu tekst það ekki. Í þeim efnum er reynslan ólygnust. Ég er eindreginn stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB. Af aðild verður auðvitað ekki ef aðildarviðræðum verður slitið. Það er öldungis fráleitt að halda því fram að aðildarviðræðurnar séu bara hjal um ekki neitt – niðurstaðan liggi þegar fyrir. Það verður að halda viðræðum áfram af fullum þunga og ná hagstæðri niðurstöðu. Ágæti aðildar að ESB er ekki háð víðtækum undanþágum frá hinu og þessu. Hagsmunir okkar og framtíð geta aldrei ráðist af þröngum sérhagsmunum eða ýtrustu kröfum háværra gæslumanna þeirra. Almenningur á ekki að súpa seyðið af þeim með lakari lífskjörum. Ég er handviss um að þegar grannt verður skoðað mun heildarhagsmunum Íslands verða betur borgið innan ESB. Að fenginni niðurstöðu viðræðna mun auðvitað hver og einn vega og meta fyrir sig hvort skynsamlegra sé að segja já eða nei. Stjórnmálamenn eiga margir hverjir erfitt með að hugsa til lengri tíma en enda hvers kjörtímabils. Eigið þingsæti og hagsmunir flokksins yfirskyggja því miður oftar en ekki langtímahagsmuni lands og lýðs. Slíkir stjórnmálamenn eru okkur skeinuhættir og þá eigum við að forðast eftir mætti. Því miður eru þeir margir á kreiki nú sem fyrr. Sjálfur mun ég leggja þeim lið sem vilja halda dyrum opnum, leiða aðildarviðræður til farsælla lykta á næstu misserum og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Hinir mega eiga sig.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun