Tveir risaleikir í Höllinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fyrirliðarnir með bikarinn Talið frá vinstri: Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Pálína Gunnlaugsdóttir (Keflavík), Þorleifur Ólafsson (Grindavík) og Fannar Freyr Helgason (Stjörnunni). Fréttablaðið/Anton Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira
Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira