Kýs í fyrsta sinn í dag 27. apríl 2013 18:30 Hverjir eiga að ráða? Alma Ágústsdóttir veltir fyrir sér hverjir eigi erindi á þing. Mynd/Daníel „Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira