Kvenréttindi eru mannréttindi Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2013 08:24 Í dag, þann 19. júní, minnumst við réttindabaráttu kvenna en þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur fyrst kosningarétt. Það var stór áfangi í jafnréttisbaráttunni sem þó stendur enn og mun ekki ljúka þar til fullkomnu jafnrétti kynjanna er náð.Það skiptir máli hverjir stjórna Í kjölfar alþingiskosninganna árið 2009 urðu kaflaskil þegar konur voru í fyrsta skipti yfir 40% þingmanna og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna. Í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013 voru konur jafn margar eða fleiri en karlar, kona gegndi í fyrsta sinn embætti fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórn hennar er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda og fullkomnu jafnræði meðal ráðuneytisstjóra, æðstu embættismanna stjórnsýslunnar. Á síðustu árum hafa margir stórir sigrar náðst í átt að auknu jafnrétti undir forystu Samfylkingar og VG. Má þar nefna aðgerðaráætlun í baráttu gegn mansali, lög um bann við kaupum á vændi, austurrísku leiðina, bann við nektardansstöðum og vitundarvakningu um skaðsemi kláms og kynbundins ofbeldis, hækkun barnabóta og endurreisn Fæðingarorlofssjóðs, meðal annars með lengingu orlofsins í 12 mánuði með jafnri skiptingu milli kynja. Þá hefur Ísland fyrst landa útbúið jafnlaunastaðal og í framhaldi af því geta fyrirtæki og stofnanir sótt um jafnlaunavottanir til að sýna að þau leggi baráttunni gegn kynbundnum launamun lið. Kynbundnum launamun innan ráðuneyta var eytt og fyrstu skrefin voru tekin í endurmati launa stóru kvennastéttanna í heilbrigðiskerfinu í samræmi við viðamikla aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórnin vann eftir. Þá var kynjuð hagstjórn höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Þá er búið að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja, sem þegar er farið að hafa áhrif og kemur að fullu til framkvæmda í haust. Jafnaðarmenn treysta konum og sýndu það í verki og því hefur Ísland, þrjú ár í röð, talist það land í heiminum sem næst kemst fullkomnu jafnrétti kynjanna. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þróunin hefur orðið nú á fyrstu dögum nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fáar konur eru ráðherrar og kynjahlutföllin í nýskipuðum nefndum á vegum Alþingis báru vott um að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið höfð að leiðarljósi en það þurfti utanaðkomandi þrýsting til þess að leiðrétta þá kynjaslagsíðu sem birtist í nefndaskipan og minnti á gamalgrónar hugmyndir um karlamál og kvennamál.Jafnrétti skiptir máli Þrátt fyrir afar bága stöðu ríkissjóðs eftir hrun var með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur staðinn vörður um almannaþjónustu og aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af ríkisstjórn hér á landi. Hins vegar eigum við enn langt í land þegar kemur að launamun kynjanna. Grípa verður til aðgerða til þess að leiðrétta ójöfn laun og lífskjör karla og kvenna og á hið opinbera að vera fyrirmynd í þeim efnum. Við viljum sjá framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem var samþykkt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í lok árs 2012 komast til framkvæmda. Femínískar áherslur í stjórnun sveitarfélaga eru ekki síður mikilvægar. Skipulag, samgönguáætlanir og fjölbreytni ferðamáta á að taka mið af þörfum beggja kynja og baráttan við óæskilegar staðalmyndir kynjanna og klámvæðingu er afar mikilvæg í starfi skóla- og frístundageirans. Það er mikilvægt að rödd kvenna heyrist hátt á vettvangi sveitarstjórna og að konur á öllum aldri upplifi starf í sveitarstjórnum sem eftirsóknarverðan vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það þarf að skapa konum enn betri tækifæri til að fara inn á vettvang sveitarstjórnarmála. Það hefur sýnt sig að konur hætta fyrr í sveitarstjórnum en karlar og er ástæðan sú að það er erfiðara fyrir konur að vera á vinnumarkaði og sinna sveitarstjórnarstörfum ásamt því að reka heimili. Þessu þarf að breyta. Það er okkar von að núverandi ríkisstjórn haldi vöku sinni í jafnréttismálunum þannig að áfram verði haldið á þeirri góðu braut sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði. Íslenskar konur verða að standa vaktina saman, verja þá áfangasigra sem þegar hafa náðst og sækja enn frekar fram. Það er á okkar ábyrgð að hér sé samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti en ekki misskiptingu og mismunun. Því skiptir máli að það sé aldrei slakað á kröfunum þegar kemur að jafnrétti.Heiða Björg, Margrét Lind, Sema Erla og Þórunn Sigurðardóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, þann 19. júní, minnumst við réttindabaráttu kvenna en þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur fyrst kosningarétt. Það var stór áfangi í jafnréttisbaráttunni sem þó stendur enn og mun ekki ljúka þar til fullkomnu jafnrétti kynjanna er náð.Það skiptir máli hverjir stjórna Í kjölfar alþingiskosninganna árið 2009 urðu kaflaskil þegar konur voru í fyrsta skipti yfir 40% þingmanna og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna. Í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013 voru konur jafn margar eða fleiri en karlar, kona gegndi í fyrsta sinn embætti fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórn hennar er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda og fullkomnu jafnræði meðal ráðuneytisstjóra, æðstu embættismanna stjórnsýslunnar. Á síðustu árum hafa margir stórir sigrar náðst í átt að auknu jafnrétti undir forystu Samfylkingar og VG. Má þar nefna aðgerðaráætlun í baráttu gegn mansali, lög um bann við kaupum á vændi, austurrísku leiðina, bann við nektardansstöðum og vitundarvakningu um skaðsemi kláms og kynbundins ofbeldis, hækkun barnabóta og endurreisn Fæðingarorlofssjóðs, meðal annars með lengingu orlofsins í 12 mánuði með jafnri skiptingu milli kynja. Þá hefur Ísland fyrst landa útbúið jafnlaunastaðal og í framhaldi af því geta fyrirtæki og stofnanir sótt um jafnlaunavottanir til að sýna að þau leggi baráttunni gegn kynbundnum launamun lið. Kynbundnum launamun innan ráðuneyta var eytt og fyrstu skrefin voru tekin í endurmati launa stóru kvennastéttanna í heilbrigðiskerfinu í samræmi við viðamikla aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórnin vann eftir. Þá var kynjuð hagstjórn höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Þá er búið að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja, sem þegar er farið að hafa áhrif og kemur að fullu til framkvæmda í haust. Jafnaðarmenn treysta konum og sýndu það í verki og því hefur Ísland, þrjú ár í röð, talist það land í heiminum sem næst kemst fullkomnu jafnrétti kynjanna. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þróunin hefur orðið nú á fyrstu dögum nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fáar konur eru ráðherrar og kynjahlutföllin í nýskipuðum nefndum á vegum Alþingis báru vott um að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið höfð að leiðarljósi en það þurfti utanaðkomandi þrýsting til þess að leiðrétta þá kynjaslagsíðu sem birtist í nefndaskipan og minnti á gamalgrónar hugmyndir um karlamál og kvennamál.Jafnrétti skiptir máli Þrátt fyrir afar bága stöðu ríkissjóðs eftir hrun var með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur staðinn vörður um almannaþjónustu og aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af ríkisstjórn hér á landi. Hins vegar eigum við enn langt í land þegar kemur að launamun kynjanna. Grípa verður til aðgerða til þess að leiðrétta ójöfn laun og lífskjör karla og kvenna og á hið opinbera að vera fyrirmynd í þeim efnum. Við viljum sjá framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem var samþykkt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í lok árs 2012 komast til framkvæmda. Femínískar áherslur í stjórnun sveitarfélaga eru ekki síður mikilvægar. Skipulag, samgönguáætlanir og fjölbreytni ferðamáta á að taka mið af þörfum beggja kynja og baráttan við óæskilegar staðalmyndir kynjanna og klámvæðingu er afar mikilvæg í starfi skóla- og frístundageirans. Það er mikilvægt að rödd kvenna heyrist hátt á vettvangi sveitarstjórna og að konur á öllum aldri upplifi starf í sveitarstjórnum sem eftirsóknarverðan vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það þarf að skapa konum enn betri tækifæri til að fara inn á vettvang sveitarstjórnarmála. Það hefur sýnt sig að konur hætta fyrr í sveitarstjórnum en karlar og er ástæðan sú að það er erfiðara fyrir konur að vera á vinnumarkaði og sinna sveitarstjórnarstörfum ásamt því að reka heimili. Þessu þarf að breyta. Það er okkar von að núverandi ríkisstjórn haldi vöku sinni í jafnréttismálunum þannig að áfram verði haldið á þeirri góðu braut sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði. Íslenskar konur verða að standa vaktina saman, verja þá áfangasigra sem þegar hafa náðst og sækja enn frekar fram. Það er á okkar ábyrgð að hér sé samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti en ekki misskiptingu og mismunun. Því skiptir máli að það sé aldrei slakað á kröfunum þegar kemur að jafnrétti.Heiða Björg, Margrét Lind, Sema Erla og Þórunn Sigurðardóttir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun