Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Þorgils Jónsson skrifar 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox var sakfelld fyrir morð á Ítalíu árið 2009, en svo sýknuð árið 2011. Nú hefur hæstiréttur snúið þeim dómi og fyrirskipað að málið skuli tekið upp á ný. Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið umtalaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð, og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerchner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sakfellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt aftur til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarrétinn um að líta framhjá margskonar sönnunargögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið, og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist saklaus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu, en óvíst er hvaða áhrif möguleg sakfelling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar málstað í málarekstrinum, sem fyrr, og Knox sjálf, sem stundar nú háskólanám í Seattle, segist vonsvikin, en viss um að hún verði sýknuð á ný. Amanda Knox Ítalía Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið umtalaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð, og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerchner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sakfellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt aftur til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarrétinn um að líta framhjá margskonar sönnunargögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið, og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist saklaus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu, en óvíst er hvaða áhrif möguleg sakfelling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar málstað í málarekstrinum, sem fyrr, og Knox sjálf, sem stundar nú háskólanám í Seattle, segist vonsvikin, en viss um að hún verði sýknuð á ný.
Amanda Knox Ítalía Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira