Mikilvægum áfanga náð með samstöðu um lagningu sæstrengs Hörður Arnarson skrifar 29. júní 2013 07:00 Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun