Upphitun fyrir Innipúkann fer fram á Kex í kvöld. Fréttablaðið/stefán
Upphitun fyrir tónlistarhátíðina Innipúkann fer fram á Kexi hosteli í kvöld. Hljómsveitin Samaris kemur fram og einnig gefst gestum færi á að kaupa armbönd inn á hátíðina sjálfa á staðnum.
Samaris var stofnuð í Reykjavík árið 2011 og samanstendur af söngkonunni Jófríði Ákadóttur, raftónlistarmanninum Þórði Kára Steinþórssyni og Áslaugu Rún Magnúsdóttur sem spilar á klarinett.