Bylting í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og um helgar er svo mikill fjöldi að hlaupa, ganga og hjóla á stígum borgarinnar, til að mynda á Ægisíðu og í Fossvogsdal, að það liggur við „umferðaröngþveiti“. Samt hefur stígakerfið verið tvöfaldað á þeim slóðum. En einmitt það hefur leitt til þess að þangað leita æ fleiri. Tölurnar tala sínu máli. Það kom fram í fréttum um daginn að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hefur þrefaldast á fjórum árum. Að einhverju leyti gerist þetta af sjálfu sér því hjólreiðar eru í tísku vestan hafs og austan. En reynslan sýnir samt að það skiptir mjög miklu máli að borgaryfirvöld setji fram og framfylgi metnaðarfullri hjólreiðastefnu, eins og gert hefur verið í Reykjavík. Búið er leggja eins konar hjólahraðbraut meðfram Suðurlandsbraut, göngu og hjólabrú yfir Elliðaárósa er langt komin og verið er að leggja varanlega hjólastíga í Borgartúni, við Hverfisgötu, Frakkastíg og Sæmundargötu. Reykjavík hefur alla burði til að vera frábær hjólaborg, rétt eins og hún er frábær útivistarborg yfirleitt. Sama er að segja um borgarhlaupin. Þau eru í tísku. 214 hlauparar frá tíu löndum tóku þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Í fyrra voru þátttakendur 60 sinnum fleiri, eða 13.410. Það hefur heldur ekki gerst alveg af sjálfu sér. Íþróttafélög, Íþróttabandalag Reykjavíkur og fjöldi sjálfboðaliða hafa unnið markvisst að því árum saman, í góðri samvinnu við borgaryfirvöld, að gera Reykjavík að alvöru hlaupaborg. Sérfræðingar um lýðheilsu beina nú athygli sinni að skipulagi borganna. Hinn mikli áhugi á borgarhlaupum og hjólreiðum er áreiðanlega eitt af því besta sem gerst hefur í Reykjavík og öðrum borgum heimsins undanfarin misseri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og um helgar er svo mikill fjöldi að hlaupa, ganga og hjóla á stígum borgarinnar, til að mynda á Ægisíðu og í Fossvogsdal, að það liggur við „umferðaröngþveiti“. Samt hefur stígakerfið verið tvöfaldað á þeim slóðum. En einmitt það hefur leitt til þess að þangað leita æ fleiri. Tölurnar tala sínu máli. Það kom fram í fréttum um daginn að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hefur þrefaldast á fjórum árum. Að einhverju leyti gerist þetta af sjálfu sér því hjólreiðar eru í tísku vestan hafs og austan. En reynslan sýnir samt að það skiptir mjög miklu máli að borgaryfirvöld setji fram og framfylgi metnaðarfullri hjólreiðastefnu, eins og gert hefur verið í Reykjavík. Búið er leggja eins konar hjólahraðbraut meðfram Suðurlandsbraut, göngu og hjólabrú yfir Elliðaárósa er langt komin og verið er að leggja varanlega hjólastíga í Borgartúni, við Hverfisgötu, Frakkastíg og Sæmundargötu. Reykjavík hefur alla burði til að vera frábær hjólaborg, rétt eins og hún er frábær útivistarborg yfirleitt. Sama er að segja um borgarhlaupin. Þau eru í tísku. 214 hlauparar frá tíu löndum tóku þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Í fyrra voru þátttakendur 60 sinnum fleiri, eða 13.410. Það hefur heldur ekki gerst alveg af sjálfu sér. Íþróttafélög, Íþróttabandalag Reykjavíkur og fjöldi sjálfboðaliða hafa unnið markvisst að því árum saman, í góðri samvinnu við borgaryfirvöld, að gera Reykjavík að alvöru hlaupaborg. Sérfræðingar um lýðheilsu beina nú athygli sinni að skipulagi borganna. Hinn mikli áhugi á borgarhlaupum og hjólreiðum er áreiðanlega eitt af því besta sem gerst hefur í Reykjavík og öðrum borgum heimsins undanfarin misseri.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar