Erum eins og ítölsk fjölskylda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2013 12:00 Þau eru að syngja og spila úti um allar trissur, ýmist ein og sér eða í grúppum, eins og Sísý Ey, svo það er göldrum líkast að ná þeim saman í spjall, Eyþóri Gunnarssyni, Ellenu Kristjánsdóttur og börnum þeirra fjórum, Sigríði, Elísabetu, Elínu og Eyþóri Inga. Aðeins einu sinni segjast þau hafa komið öll fram á sömu tónleikum, og ekki í sama lagi. „Það var á í Óperunni á tónleikum sem haldnir voru til heiðurs Gunnari Þórðarsyni, Ólafi Gauki og Ólafi Hauki Símonarsyni,“ rifjar Eyþór upp. Eyþór Ingi: „Þá var ég 11 ára og spilaði á trommur í einu lagi.“ Beta: „Við stelpurnar sungum eitthvað. Ég var komin níu mánuði á leið en það sat læknir á fremsta bekk, viðbúinn fæðingu.“Leiðin inn í bransannEyþór og Ellen eru búin að vera saman frá því þau voru unglingar. „Við vorum bæði í hljómsveit sem hét Tívolí og var dansiballahljómsveit. Við kynntumst þar,“ segir Eyþór og heldur áfram. „Það var leiðin inn í bransann á þessum tíma að æfa inni í bílskúr og fara svo að spila á böllum fyrir dauðadrukkið fólk, til dæmis í Stapa í Keflavík, Festi í Grindavík eða Klúbbnum í Reykjavík. Ég var byrjaður að spila í Klúbbnum 16 ára.“ „Við höfðum ekki aldur til að vera inni á stöðunum,“ tekur Ellen undir og rifjar upp að þau hafi líka verið bæði í hljómsveitunum Mannakornum og Ljósunum í bænum. Þó einkalíf stjörnupara sé oft milli tannanna á fólki minnist blaðamaður þess ekki að hafa heyrt talað um vesen hjá þeim hjónum. Er sú raunin að sambandið hafi gengið snurðulaust frá því þau voru unglingar? Eyþór: „Það kemur alltaf eitthvað upp á hjá öllum en þá bara leysir maður það. Það eiga allir sína upp og niður túra í löngu sambandi. En heildin er vel réttu megin við strikið.“ „Fólk þroskast sem betur fer,“ segir Ellen og brosir sínu fallega brosi. Fjölskyldan hefur búið á höfuðborgarsvæðinu í áratugi, ef frá er talið eitt og hálft ár sem þau hjónin voru í Englandi þegar Mezzoforte var sem vinsælust. Skyldi ekkert vera erfitt fyrir svo marga listamenn að vera saman á heimili eða hvernig hefur samkomulagið verið? Ellen: (hlæjandi) „Við erum eins og ítölsk fjölskylda, dálítið ör og auk þess öll með athyglisbrest. En okkur hefur gengið ótrúlega vel að búa undir sama þaki.“Ekki fyrir að trana sér fram„Það er svolítið langt á milli okkar barnanna þannig að við fæddumst á mismunandi tónlistartímabilum. Þegar ég var lítil var mamma að hlusta á Whitney Houston og ég elskaði Michael Jackson,“ byrjar Sigríður þegar talið berst að tónlistaruppeldinu. Hún kveðst hafa byrjað í flautunámi sex ára og á píanó sjö ára í Tónskóla Sigursveins en alltaf átt svolítið erfitt með að gera það sem henni var sagt. „Ég var lengi að lesa nótur og vildi frekar spila af fingrum fram. Svoleiðis nemendur eru ekki í uppáhaldi hjá kennurum. En þegar ég fékk sjálf áhuga á nótnalestri, orðin tuttugu og eitthvað, þá kom þetta.“ Eyþór: „Þannig var þetta líka hjá mér. Ég átti ekkert auðvelt með þetta hefðbunda tónlistarnám sem var boðið upp á á þeim tíma. Lærði lítið sjálfur og við Ellen höfum ekkert ýtt okkar börnum út í akademískt tónlistarnám. En ef fólk hefur mikinn áhuga á tónlist þá leitar það þangað. Finnur sinn farveg með tímanum.“ Elísabet: „Ég lærði á píanó sem barn. Fór svo í FÍH í söng, hljómfræði og tónfræði og þótti gaman. Elín: Ég lærði smá á klassískan gítar, það var alveg ferlega leiðinlegt. Svo fékk ég áhuga á gítarnum seinna en hef í raun ekki haldist í neinu námi. Bara lært af pabba og mömmu.“ Eyþór Ingi kveðst hafa verið í Súzúkískólanum hjá Hönnu Valdísi Guðmundsdóttur og einnig prófað að læra á píanó hjá Tómasi Guðna Eggertssyni. „En mest hef ég lært af pabba, bara heima fyrir,“ segir hann. „Ég ætla að finna mér eitthvert hljóðfæri að læra á þegar ég byrja í Fjölbraut Ármúla í haust, kannski bassa, kontrabassa.“ Sigríður: „Ég held við höfum öll lært mest af foreldrum okkar. Ég er í Listaháskólanum í tónsmíðum og ber enn hlutina undir pabba og mömmu.“ Ellen segir Elínu hafa komið virkilega á óvart þegar hún, tíu ára og rétt byrjuð að gutla á gítar, kom fram á skólaskemmtun með frumsamið lag. „Við höfðum ekki hugmynd um að hún væri byrjuð að semja.“ Elísabet: „Hún vildi heldur aldrei syngja með okkur þegar hún var yngri. Svo heyrði maður í henni inni í herbergi eða klósetti og þá söng hún rosalega vel. En aldrei fyrir framan við okkur.“ „Svo var hún eiginlega fyrst barnanna til að hasla sér völl á sínum eigin forsendum, yngst af systrunum,“ segir faðirinn stoltur en Elín brosir bara. Sigríður: „Ég held að ekkert okkar sé haldið þörf fyrir að trana sér fram.“ Elísabet: „Því miður. Það væri kannsi bara plús ef við hefðum aðeins meira af slíkri þörf.“ Ellen: Þér þótti samt gaman að koma fram þegar þú varst lítil, Beta. Elísabet: „Já, þá var ég athyglissjúk af því ég var miðjubarn.“ John Grant fjölskylduvinurTalsverður mismunur er á því fyrir tónlistarfólk að koma sér á framfæri nú og þegar Eyþór og Ellen voru að byrja ferilinn. Eyþór: „Það er miklu auðveldara að koma tónlist í útgáfuhæft form nú en áður og vekja athygli á sér sjálfur gegnum netið. Á móti kemur að það er mun meira framboð. Þegar við Ellen vorum ung var maður kominn í blöðin ef maður stofnaði hljómsveit. Þá var bara ein útvarpsstöð og ein sjónvarpsstöð og þeir sem komu fram þar fengu athygli allrar þjóðarinnar. Nú eru komnir ótal miðlar og almenningur velur hvert hann vill horfa.“ Sigríður: „Mér finnst bara svo mikið framboð af góðri tónlist á Íslandi. Þessvegna er erfiðara að koma sér á framfæri.“ Elísabet: „Já, maður þarf að hafa mikla trú á sjálfum sér og geta tranað sér svolítið fram.“ Ellen: „Ég held að það sé að koma meira af heilsteyptri og einlægri tónlist upp úr öllu þessu leiðinda peningapoppi sem hefur verið gegnumgangandi.“ Sigríður: „Það eru margir frábærir tónlistarmenn á Íslandi.“ Eyþór: „Það er rétt. Útlendingar taka eftir því og velta fyrir sér hvað valdi.“ Bandaríski söngvarinn John Grant hefur stundum sést í fylgd fjölskyldunnar. Sigríður útskýrir hvernig þau kynni hafi komið til. „Ég kynntist John á Eyrarbakka. Þá var ég að spila með manninum mínum í hljómsveit sem kallar sig Pikknikk. John var svo hrifinn að hann keypti helminginn af plötunum okkar til að senda sínu fólki. Upp frá því hófst vinskapur sem varð til þess að hann kom með fjölskyldunni austur á Seyðisfjörð eina páska og svo hittum við hann á Bræðslunni á Borgarfirði eystra í sumar. Ellen: „John er yndislegur og eins og hann hafi alltaf verið einn af fjölskyldunni.“ Sigríður: „Hann nennti að minnsta kosti að keyra með mér og þremur börnunum mínum í bæinn alla leið frá Seyðisfirði, í níu klukkutíma.“ Við hvað vinnurðu svo?Það er brjálað að gera í tónlistinni hjá öllu þessu fólki. Eyþór að ljúka fimm tónleikum tilheyrandi djasshátíð, þau hjónin að syngja á Eyrarbakka á föstudagskvöld og Ellen í Fríkirkjunni á Menningarnótt. Stelpurnar allar í Sísý Ey búnar að vera úti í Barselónu í sumar og Eyþór Ingi að spila raftónlist í Hjartagarðinum af og til. Hann kveðst hafa túrað með föður sínum og hljómsveit hans, Mezzoforte, um alla Evrópu í fyrra. Fleira er á döfinni hjá unga fólkinu. Elín: „Við stelpurnar í Sísí Ey erum að fara út til Noregs í byrjun september á einhverjar hátíðir. Svo verðum við líka í Danmörku og spilum á Íslandsbryggju. Eyþór Ingi fer með okkur þangað, en við erum að bíða eftir að hann verði aðeins eldri og geti farið að spila með okkur. Við ætlum að spila á menningarnótt líka. Það er ekki alveg komið í ljós hvar.“ Eins og fram hefur komið er eiginmaður Sigríðar einnig í tónlist, sá er Þorsteinn Einarsson, kenndur við Hjálma. Hann er núna að túra með bróður sínum Ásgeiri Trausta. Ellen: „Börnin okkar þekkja ekki annað en að pabbi þeirra sé að túra út um allan heim. Nú eiga börnin hennar Siggu líka svoleiðis foreldra og barnsfaðir Betu er Árni Grétar sem kallar sig Futuregrapher. Hann er að gera það gott í raftónlist og er til dæmis að fara út til Kanada.“ Eyþór: „Yngsta kynslóðin er alin upp við að það sé bara eðlilegt að lifa svona lífi. En þegar við Ellen vorum með börnin okkar ung fundum við fyrir því að vera svolítið á jaðri samfélagsins af því við vorum ekki í vinnu þar sem við þurftum að mæta klukkan átta.“ Sigríður: „Nú er ég í skóla með börnin mín þar sem margir foreldrar eru listamenn, hjá Hjallastefnunni, þannig að það er mikill skilningur á stöðu þeirra.“ Ellen: „Hún heyrist ekki lengur þessi gamla spurning: „Við hvað vinnurðu svo?“ Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þau eru að syngja og spila úti um allar trissur, ýmist ein og sér eða í grúppum, eins og Sísý Ey, svo það er göldrum líkast að ná þeim saman í spjall, Eyþóri Gunnarssyni, Ellenu Kristjánsdóttur og börnum þeirra fjórum, Sigríði, Elísabetu, Elínu og Eyþóri Inga. Aðeins einu sinni segjast þau hafa komið öll fram á sömu tónleikum, og ekki í sama lagi. „Það var á í Óperunni á tónleikum sem haldnir voru til heiðurs Gunnari Þórðarsyni, Ólafi Gauki og Ólafi Hauki Símonarsyni,“ rifjar Eyþór upp. Eyþór Ingi: „Þá var ég 11 ára og spilaði á trommur í einu lagi.“ Beta: „Við stelpurnar sungum eitthvað. Ég var komin níu mánuði á leið en það sat læknir á fremsta bekk, viðbúinn fæðingu.“Leiðin inn í bransannEyþór og Ellen eru búin að vera saman frá því þau voru unglingar. „Við vorum bæði í hljómsveit sem hét Tívolí og var dansiballahljómsveit. Við kynntumst þar,“ segir Eyþór og heldur áfram. „Það var leiðin inn í bransann á þessum tíma að æfa inni í bílskúr og fara svo að spila á böllum fyrir dauðadrukkið fólk, til dæmis í Stapa í Keflavík, Festi í Grindavík eða Klúbbnum í Reykjavík. Ég var byrjaður að spila í Klúbbnum 16 ára.“ „Við höfðum ekki aldur til að vera inni á stöðunum,“ tekur Ellen undir og rifjar upp að þau hafi líka verið bæði í hljómsveitunum Mannakornum og Ljósunum í bænum. Þó einkalíf stjörnupara sé oft milli tannanna á fólki minnist blaðamaður þess ekki að hafa heyrt talað um vesen hjá þeim hjónum. Er sú raunin að sambandið hafi gengið snurðulaust frá því þau voru unglingar? Eyþór: „Það kemur alltaf eitthvað upp á hjá öllum en þá bara leysir maður það. Það eiga allir sína upp og niður túra í löngu sambandi. En heildin er vel réttu megin við strikið.“ „Fólk þroskast sem betur fer,“ segir Ellen og brosir sínu fallega brosi. Fjölskyldan hefur búið á höfuðborgarsvæðinu í áratugi, ef frá er talið eitt og hálft ár sem þau hjónin voru í Englandi þegar Mezzoforte var sem vinsælust. Skyldi ekkert vera erfitt fyrir svo marga listamenn að vera saman á heimili eða hvernig hefur samkomulagið verið? Ellen: (hlæjandi) „Við erum eins og ítölsk fjölskylda, dálítið ör og auk þess öll með athyglisbrest. En okkur hefur gengið ótrúlega vel að búa undir sama þaki.“Ekki fyrir að trana sér fram„Það er svolítið langt á milli okkar barnanna þannig að við fæddumst á mismunandi tónlistartímabilum. Þegar ég var lítil var mamma að hlusta á Whitney Houston og ég elskaði Michael Jackson,“ byrjar Sigríður þegar talið berst að tónlistaruppeldinu. Hún kveðst hafa byrjað í flautunámi sex ára og á píanó sjö ára í Tónskóla Sigursveins en alltaf átt svolítið erfitt með að gera það sem henni var sagt. „Ég var lengi að lesa nótur og vildi frekar spila af fingrum fram. Svoleiðis nemendur eru ekki í uppáhaldi hjá kennurum. En þegar ég fékk sjálf áhuga á nótnalestri, orðin tuttugu og eitthvað, þá kom þetta.“ Eyþór: „Þannig var þetta líka hjá mér. Ég átti ekkert auðvelt með þetta hefðbunda tónlistarnám sem var boðið upp á á þeim tíma. Lærði lítið sjálfur og við Ellen höfum ekkert ýtt okkar börnum út í akademískt tónlistarnám. En ef fólk hefur mikinn áhuga á tónlist þá leitar það þangað. Finnur sinn farveg með tímanum.“ Elísabet: „Ég lærði á píanó sem barn. Fór svo í FÍH í söng, hljómfræði og tónfræði og þótti gaman. Elín: Ég lærði smá á klassískan gítar, það var alveg ferlega leiðinlegt. Svo fékk ég áhuga á gítarnum seinna en hef í raun ekki haldist í neinu námi. Bara lært af pabba og mömmu.“ Eyþór Ingi kveðst hafa verið í Súzúkískólanum hjá Hönnu Valdísi Guðmundsdóttur og einnig prófað að læra á píanó hjá Tómasi Guðna Eggertssyni. „En mest hef ég lært af pabba, bara heima fyrir,“ segir hann. „Ég ætla að finna mér eitthvert hljóðfæri að læra á þegar ég byrja í Fjölbraut Ármúla í haust, kannski bassa, kontrabassa.“ Sigríður: „Ég held við höfum öll lært mest af foreldrum okkar. Ég er í Listaháskólanum í tónsmíðum og ber enn hlutina undir pabba og mömmu.“ Ellen segir Elínu hafa komið virkilega á óvart þegar hún, tíu ára og rétt byrjuð að gutla á gítar, kom fram á skólaskemmtun með frumsamið lag. „Við höfðum ekki hugmynd um að hún væri byrjuð að semja.“ Elísabet: „Hún vildi heldur aldrei syngja með okkur þegar hún var yngri. Svo heyrði maður í henni inni í herbergi eða klósetti og þá söng hún rosalega vel. En aldrei fyrir framan við okkur.“ „Svo var hún eiginlega fyrst barnanna til að hasla sér völl á sínum eigin forsendum, yngst af systrunum,“ segir faðirinn stoltur en Elín brosir bara. Sigríður: „Ég held að ekkert okkar sé haldið þörf fyrir að trana sér fram.“ Elísabet: „Því miður. Það væri kannsi bara plús ef við hefðum aðeins meira af slíkri þörf.“ Ellen: Þér þótti samt gaman að koma fram þegar þú varst lítil, Beta. Elísabet: „Já, þá var ég athyglissjúk af því ég var miðjubarn.“ John Grant fjölskylduvinurTalsverður mismunur er á því fyrir tónlistarfólk að koma sér á framfæri nú og þegar Eyþór og Ellen voru að byrja ferilinn. Eyþór: „Það er miklu auðveldara að koma tónlist í útgáfuhæft form nú en áður og vekja athygli á sér sjálfur gegnum netið. Á móti kemur að það er mun meira framboð. Þegar við Ellen vorum ung var maður kominn í blöðin ef maður stofnaði hljómsveit. Þá var bara ein útvarpsstöð og ein sjónvarpsstöð og þeir sem komu fram þar fengu athygli allrar þjóðarinnar. Nú eru komnir ótal miðlar og almenningur velur hvert hann vill horfa.“ Sigríður: „Mér finnst bara svo mikið framboð af góðri tónlist á Íslandi. Þessvegna er erfiðara að koma sér á framfæri.“ Elísabet: „Já, maður þarf að hafa mikla trú á sjálfum sér og geta tranað sér svolítið fram.“ Ellen: „Ég held að það sé að koma meira af heilsteyptri og einlægri tónlist upp úr öllu þessu leiðinda peningapoppi sem hefur verið gegnumgangandi.“ Sigríður: „Það eru margir frábærir tónlistarmenn á Íslandi.“ Eyþór: „Það er rétt. Útlendingar taka eftir því og velta fyrir sér hvað valdi.“ Bandaríski söngvarinn John Grant hefur stundum sést í fylgd fjölskyldunnar. Sigríður útskýrir hvernig þau kynni hafi komið til. „Ég kynntist John á Eyrarbakka. Þá var ég að spila með manninum mínum í hljómsveit sem kallar sig Pikknikk. John var svo hrifinn að hann keypti helminginn af plötunum okkar til að senda sínu fólki. Upp frá því hófst vinskapur sem varð til þess að hann kom með fjölskyldunni austur á Seyðisfjörð eina páska og svo hittum við hann á Bræðslunni á Borgarfirði eystra í sumar. Ellen: „John er yndislegur og eins og hann hafi alltaf verið einn af fjölskyldunni.“ Sigríður: „Hann nennti að minnsta kosti að keyra með mér og þremur börnunum mínum í bæinn alla leið frá Seyðisfirði, í níu klukkutíma.“ Við hvað vinnurðu svo?Það er brjálað að gera í tónlistinni hjá öllu þessu fólki. Eyþór að ljúka fimm tónleikum tilheyrandi djasshátíð, þau hjónin að syngja á Eyrarbakka á föstudagskvöld og Ellen í Fríkirkjunni á Menningarnótt. Stelpurnar allar í Sísý Ey búnar að vera úti í Barselónu í sumar og Eyþór Ingi að spila raftónlist í Hjartagarðinum af og til. Hann kveðst hafa túrað með föður sínum og hljómsveit hans, Mezzoforte, um alla Evrópu í fyrra. Fleira er á döfinni hjá unga fólkinu. Elín: „Við stelpurnar í Sísí Ey erum að fara út til Noregs í byrjun september á einhverjar hátíðir. Svo verðum við líka í Danmörku og spilum á Íslandsbryggju. Eyþór Ingi fer með okkur þangað, en við erum að bíða eftir að hann verði aðeins eldri og geti farið að spila með okkur. Við ætlum að spila á menningarnótt líka. Það er ekki alveg komið í ljós hvar.“ Eins og fram hefur komið er eiginmaður Sigríðar einnig í tónlist, sá er Þorsteinn Einarsson, kenndur við Hjálma. Hann er núna að túra með bróður sínum Ásgeiri Trausta. Ellen: „Börnin okkar þekkja ekki annað en að pabbi þeirra sé að túra út um allan heim. Nú eiga börnin hennar Siggu líka svoleiðis foreldra og barnsfaðir Betu er Árni Grétar sem kallar sig Futuregrapher. Hann er að gera það gott í raftónlist og er til dæmis að fara út til Kanada.“ Eyþór: „Yngsta kynslóðin er alin upp við að það sé bara eðlilegt að lifa svona lífi. En þegar við Ellen vorum með börnin okkar ung fundum við fyrir því að vera svolítið á jaðri samfélagsins af því við vorum ekki í vinnu þar sem við þurftum að mæta klukkan átta.“ Sigríður: „Nú er ég í skóla með börnin mín þar sem margir foreldrar eru listamenn, hjá Hjallastefnunni, þannig að það er mikill skilningur á stöðu þeirra.“ Ellen: „Hún heyrist ekki lengur þessi gamla spurning: „Við hvað vinnurðu svo?“
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira