Stjórnin útilokar ekki Eurovision Gunnar Lárus Pálsson skrifar 16. september 2013 09:15 „Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin. Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin.
Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira