Einmanalegt, gefandi og skapandi starf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. desember 2013 11:00 María Rán Guðjónsdóttir er nú tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna í annað sinn. Fréttablaðið/Stefán María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira