Byltingin étur börnin sín Ísak Rúnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun