NBA í nótt: Durant hafði betur í baráttunni við James Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2014 09:00 Tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar áttust við í nótt en þar hafði Kevin Durant betur ásamt félögum sínum í Oklahoma City gegn LeBron James og meistaraliði Miami Heat. Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma City sem lét slæma byrjun ekki slá sig af laginu. Miami komst snemma í átján stiga forystu, 22-4, en þá rönkuðu gestirnir við sér og skoruðu 87 stig gegn 53 næsta tvo og hálfan fjórðunginn. Þetta var níundi sigur Oklahoma City í röð en það munaði miklu um framlag þeirra Jeremy Lamb og Derek Fisher af bekknum en þeir voru samanlagt með 33 stig í leiknum. James var stigahæstur hjá Miami með 34 stig en Chris Bosh bætti við átján stigum og Dwyane Wade fimmtán. Oklahoma er með dágóða forystu á toppi vesturdeildarinnar en Miami er enn í öðru sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Indiana.Toronto er í þriðja sætinu eftir sigur á Orlando, 98-83. Kyle Lowry var með 33 stig og ellefu stoðsendingar og þá bætti Amir Johnson við 22 stigum auk þess að taka ellefu fráköst.San Antonio er enn í öðru sæti í vestrinu þrátt fyrir að hafa tapað sínum þriðja leik í röð, í þetta sinn fyrir Chicago, 96-86. Manu Ginobili, Kawhi Leonard, Danny Green og Tiago Splitter eru allir frá vegna meiðsla hjá liðinu.Philadelphia vann Boston, 95-94, þar sem Evan Turner tryggði gestunum sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn rann út.Kris Humphries klikkaði á skoti fyrir Boston þegar tólf sekúndur voru eftir og Philadelphia gerði allt rétt í lokasókninni. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum en Boston hefur nú tapað nítján af síðustu 22 leikjum sínum.Úrslit næturinnar: Miami - Oklahoma City 95-112 Toronto - Orlando 98-83 Atlanta - Detroit (frestað*) Boston - Philadelphia 94-95 Milwaukee - Phoenix 117-126 Minnesota - New Orleans 88-77 Dallas - Houston 115-117 Denver - Charlotte 98-101 San Antonio - Chicago 86-96 Sacramento - Memphis 89-99 LA Clippers - Washington 110-103 * Leiknum var frestað vegna slæms veðurs í Atlanta. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar áttust við í nótt en þar hafði Kevin Durant betur ásamt félögum sínum í Oklahoma City gegn LeBron James og meistaraliði Miami Heat. Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma City sem lét slæma byrjun ekki slá sig af laginu. Miami komst snemma í átján stiga forystu, 22-4, en þá rönkuðu gestirnir við sér og skoruðu 87 stig gegn 53 næsta tvo og hálfan fjórðunginn. Þetta var níundi sigur Oklahoma City í röð en það munaði miklu um framlag þeirra Jeremy Lamb og Derek Fisher af bekknum en þeir voru samanlagt með 33 stig í leiknum. James var stigahæstur hjá Miami með 34 stig en Chris Bosh bætti við átján stigum og Dwyane Wade fimmtán. Oklahoma er með dágóða forystu á toppi vesturdeildarinnar en Miami er enn í öðru sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Indiana.Toronto er í þriðja sætinu eftir sigur á Orlando, 98-83. Kyle Lowry var með 33 stig og ellefu stoðsendingar og þá bætti Amir Johnson við 22 stigum auk þess að taka ellefu fráköst.San Antonio er enn í öðru sæti í vestrinu þrátt fyrir að hafa tapað sínum þriðja leik í röð, í þetta sinn fyrir Chicago, 96-86. Manu Ginobili, Kawhi Leonard, Danny Green og Tiago Splitter eru allir frá vegna meiðsla hjá liðinu.Philadelphia vann Boston, 95-94, þar sem Evan Turner tryggði gestunum sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn rann út.Kris Humphries klikkaði á skoti fyrir Boston þegar tólf sekúndur voru eftir og Philadelphia gerði allt rétt í lokasókninni. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum en Boston hefur nú tapað nítján af síðustu 22 leikjum sínum.Úrslit næturinnar: Miami - Oklahoma City 95-112 Toronto - Orlando 98-83 Atlanta - Detroit (frestað*) Boston - Philadelphia 94-95 Milwaukee - Phoenix 117-126 Minnesota - New Orleans 88-77 Dallas - Houston 115-117 Denver - Charlotte 98-101 San Antonio - Chicago 86-96 Sacramento - Memphis 89-99 LA Clippers - Washington 110-103 * Leiknum var frestað vegna slæms veðurs í Atlanta.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira