Í spennitreyju haftanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. febrúar 2014 08:49 Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu. Vegna haftanna eru sjóðirnir lokaðir inni með fjárfestingar sínar og geta ekki lengur beint þeim að hluta til á alþjóðlegan fjármálamarkað. Þetta hefur margs konar afleiðingar. Í fyrsta lagi eru áhrifin fyrir sjóðina sjálfa og eigendur þeirra, fólkið í landinu, neikvæð. Að binda mikinn meirihluta fjárfestinga sjóðanna við eitt hagkerfi, það íslenzka, eykur stórlega áhættu þeirra. Hlutfall erlendra eigna þeirra er nú aðeins um 20 prósent og stefnir í 15 prósent á næstu sjö til átta árum. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr ávöxtun sjóðanna og þar með úr getu þeirra til að standa undir skuldbindingum. Með öðrum orðum getum við ekki vænzt þess að hafa það jafngott í ellinni eða ef við veikjumst eða slösumst og við hefðum gert ella. Í öðru lagi eru áhrifin á hagkerfið í heild þau að kröfur til útgefenda hvers kyns verðbréfa minnki þegar fjárfestar hafa eingöngu um innlendar fjárfestingar að velja, eins og Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á í Markaðnum. Það dregur úr framleiðni í hagkerfinu og kemur þar með niður á hagvexti og lífskjörum. Í þriðja lagi hafa lífeyrissjóðirnir á skömmum tíma safnað að sér svo miklum eignum að það er byrjað að koma niður á samkeppnisumhverfinu í landinu. Á einu ári hefur bein eign sjóðanna í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina vaxið úr 29 prósentum í 37 prósent. Þá er ótalin óbein eignaraðild sjóðanna í gegnum ýmiss konar fjárfestingarsjóði. Líkast til eiga þeir upp undir helming hlutabréfamarkaðarins. Þannig upplifum við í nýju formi eina helztu meinsemd efnahagslífsins fyrir hrun; samþjappað og um leið óskýrt eignarhald.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í Markaðnum að höftin stuðli að einangrun og dragi úr samkeppni erlendis frá. Þau hamli möguleikum nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði og veiki fjárhagsstöðu þeirra sem fyrir eru. Loks ýtir innilokun þessara stóru fjárfesta undir verðbólur, bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeirri dapurlegu mynd sem er að teiknast upp af íslenzku atvinnulífi innan haftamúrsins. Því miður eru engar líkur á að hún breytist mikið á meðan við búum áfram við krónuna, sem verður í höftum til frambúðar. Seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að lífeyrissjóðirnir muni í fyrirsjáanlegri framtíð búa við „hraðahindranir“; verði áfram að mestu innilokaðir. Átta stjórnmálamennirnir sig virkilega ekki á því hversu alvarleg þessi staða er? Af hverju eru þeir ekki að gera neitt til að útvega okkur gjaldmiðil sem getur spjarað sig án hafta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu. Vegna haftanna eru sjóðirnir lokaðir inni með fjárfestingar sínar og geta ekki lengur beint þeim að hluta til á alþjóðlegan fjármálamarkað. Þetta hefur margs konar afleiðingar. Í fyrsta lagi eru áhrifin fyrir sjóðina sjálfa og eigendur þeirra, fólkið í landinu, neikvæð. Að binda mikinn meirihluta fjárfestinga sjóðanna við eitt hagkerfi, það íslenzka, eykur stórlega áhættu þeirra. Hlutfall erlendra eigna þeirra er nú aðeins um 20 prósent og stefnir í 15 prósent á næstu sjö til átta árum. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr ávöxtun sjóðanna og þar með úr getu þeirra til að standa undir skuldbindingum. Með öðrum orðum getum við ekki vænzt þess að hafa það jafngott í ellinni eða ef við veikjumst eða slösumst og við hefðum gert ella. Í öðru lagi eru áhrifin á hagkerfið í heild þau að kröfur til útgefenda hvers kyns verðbréfa minnki þegar fjárfestar hafa eingöngu um innlendar fjárfestingar að velja, eins og Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á í Markaðnum. Það dregur úr framleiðni í hagkerfinu og kemur þar með niður á hagvexti og lífskjörum. Í þriðja lagi hafa lífeyrissjóðirnir á skömmum tíma safnað að sér svo miklum eignum að það er byrjað að koma niður á samkeppnisumhverfinu í landinu. Á einu ári hefur bein eign sjóðanna í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina vaxið úr 29 prósentum í 37 prósent. Þá er ótalin óbein eignaraðild sjóðanna í gegnum ýmiss konar fjárfestingarsjóði. Líkast til eiga þeir upp undir helming hlutabréfamarkaðarins. Þannig upplifum við í nýju formi eina helztu meinsemd efnahagslífsins fyrir hrun; samþjappað og um leið óskýrt eignarhald.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í Markaðnum að höftin stuðli að einangrun og dragi úr samkeppni erlendis frá. Þau hamli möguleikum nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði og veiki fjárhagsstöðu þeirra sem fyrir eru. Loks ýtir innilokun þessara stóru fjárfesta undir verðbólur, bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeirri dapurlegu mynd sem er að teiknast upp af íslenzku atvinnulífi innan haftamúrsins. Því miður eru engar líkur á að hún breytist mikið á meðan við búum áfram við krónuna, sem verður í höftum til frambúðar. Seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að lífeyrissjóðirnir muni í fyrirsjáanlegri framtíð búa við „hraðahindranir“; verði áfram að mestu innilokaðir. Átta stjórnmálamennirnir sig virkilega ekki á því hversu alvarleg þessi staða er? Af hverju eru þeir ekki að gera neitt til að útvega okkur gjaldmiðil sem getur spjarað sig án hafta?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar