Körfubolti

Cheeks fyrstur að fá sparkið í vetur

Maurice Cheeks.
Maurice Cheeks. vísir/getty
Forráðamenn Detroit Pistons ákvaðu í gær að reka þjálfara félagsins, Maurice Cheeks, úr starfi. Hann er búinn að stýra liðinu í hálft tímabil.

Cheeks er fyrsti þjálfarinn í NBA-deildinni í vetur sem missir starfið sitt. Pistons er búið að vinna 21 leik í vetur og tapa 29. Liðið situr í níunda sæti Austurdeildarinnar.

"Þessi árangur gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins. Við urðum að breyta til," sagði Joe Dumars, yfirmaður körfuboltamála hjá Pistons.

"Liðið hefur ekki tekið þeim framförum sem við vonuðumst til. Þetta er ungt lið og við vissum að það tæki smá tíma. Við getum aftur á móti aðeins verið þolinmóðir ef liðið er að þróast í rétta átt. Sú er ekki raunin."

Aðstoðarmaður Cheeks, John Loyer, mun stýra liðinu meðan leit að nýjum þjálfara stendur yfir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×