NBA: 21. tapið í röð hjá 76ers - sigurganga Clippers á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 07:26 Vísir/AP Philadelphia 76ers liðið tapaði sínum 21. leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og settu með því óvinsælt félagsmet. Ellefu leikja sigurganga Los Angeles Clippers er á enda og Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls. Lance Stephenson skoraði 25 stig og Paul George var með 24 stig fyrir Indiana Pacers sem vann 99-90 sigur á Philadelphia 76ers. Thaddeus Young skoraði 23 stig fyrir Sixers-liðið sem er nú ásamt liði Detroit Pistons frá 1980 í sjötta sæti yfir lengstu taphrinu liðs í NBA en metið er 26 leikja taphrina Cleveland Cavalier tímabilið 2010-11. Philadelphia-liðið vann síðast leik 20. febrúar þegar Evan Turner skoraði sigurkörfuna. Evan Turner er núna leikmaður Indiana og var með 4 stig og 7 fráköst í leiknum í nótt. Kevin Durant var með 35 stig og 12 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 97-85 útisigur á Chicago Bulls. Russell Westbrook kom aftur inn í liðið eftir eins leiks frí og skoraði 18 stig. Joakim Noah hitti illa (2 af 8) en var með 9 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Deron Williams skoraði 28 stig og tróð í fyrsta sinn á tímabilinu þegar Brooklyn Nets vann 108-95 sigur á Phoenix Suns en þetta var níundi heimasigur liðsins í röð. Williams hitti úr 11 af 13 skotum en hann er allur að koma til eftir erfið ökklameiðsli. J.J. Hickson kom með 21 stig inn af bekknum og Ty Lawson skoraði 8 af 19 stigum sínum í lok leiksins þegar Denver Nuggets vann 110-100 sigur á Los Angeles Clippers og endaði þar með 11 leikja sigurgöngu Clippers-liðsins. Kenneth Faried var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Denver en Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 12 fráköst hjá Clippers.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Charlotte Bobcats - Atlanta Hawks 83-97 Indiana Pacers - Philadelphia 76Ers 99-90 Brooklyn Nets - Phoenix Suns 108-95 Chicago Bulls - Oklahoma City Thunder 85-97 Houston Rockets - Utah Jazz 124-86 Dallas Mavericks - Boston Celtics 94-89 Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 110-100Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Philadelphia 76ers liðið tapaði sínum 21. leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og settu með því óvinsælt félagsmet. Ellefu leikja sigurganga Los Angeles Clippers er á enda og Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls. Lance Stephenson skoraði 25 stig og Paul George var með 24 stig fyrir Indiana Pacers sem vann 99-90 sigur á Philadelphia 76ers. Thaddeus Young skoraði 23 stig fyrir Sixers-liðið sem er nú ásamt liði Detroit Pistons frá 1980 í sjötta sæti yfir lengstu taphrinu liðs í NBA en metið er 26 leikja taphrina Cleveland Cavalier tímabilið 2010-11. Philadelphia-liðið vann síðast leik 20. febrúar þegar Evan Turner skoraði sigurkörfuna. Evan Turner er núna leikmaður Indiana og var með 4 stig og 7 fráköst í leiknum í nótt. Kevin Durant var með 35 stig og 12 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 97-85 útisigur á Chicago Bulls. Russell Westbrook kom aftur inn í liðið eftir eins leiks frí og skoraði 18 stig. Joakim Noah hitti illa (2 af 8) en var með 9 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Deron Williams skoraði 28 stig og tróð í fyrsta sinn á tímabilinu þegar Brooklyn Nets vann 108-95 sigur á Phoenix Suns en þetta var níundi heimasigur liðsins í röð. Williams hitti úr 11 af 13 skotum en hann er allur að koma til eftir erfið ökklameiðsli. J.J. Hickson kom með 21 stig inn af bekknum og Ty Lawson skoraði 8 af 19 stigum sínum í lok leiksins þegar Denver Nuggets vann 110-100 sigur á Los Angeles Clippers og endaði þar með 11 leikja sigurgöngu Clippers-liðsins. Kenneth Faried var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Denver en Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 12 fráköst hjá Clippers.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Charlotte Bobcats - Atlanta Hawks 83-97 Indiana Pacers - Philadelphia 76Ers 99-90 Brooklyn Nets - Phoenix Suns 108-95 Chicago Bulls - Oklahoma City Thunder 85-97 Houston Rockets - Utah Jazz 124-86 Dallas Mavericks - Boston Celtics 94-89 Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 110-100Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira