Fótbolti

Fimm Íslendingar komu við sögu í jafntefli gegn meisturunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar við hlið Indriða.
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar við hlið Indriða. Mynd/Heimasíða Viking
Íslendingaliðið Viking frá Stavanger gerði markalaust jafntefli við meistara Strömsgodset í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Eins og í fyrstu umferðinni voru fjórir Íslendingar í byrjunarliði Viking. Íslenska miðvarðaparið, Sverrir Ingi Ingason og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson, stóðu sig vel í vörninni og héldu markinu hreinu.

Steinþór Freyr Þorsteinsson spilaði allan leikinn eins og varnarmennirnir en Björn Daníel Sverrisson var tekinn af velli á 82. mínútu.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður fyrir Veton Berisha á 75. mínútu annan leikinn í röð en „Dadi Cool“ náði ekki að skora að þessu sinni eins og í fyrstu umferðinni.

Viking er með tvö stig eftir jafntefli í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.


Tengdar fréttir

Jón Daði hetja Viking í fyrsta leik

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var hetja Viking í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Rosenborg á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×