Mikilvægt að fara vel hvíldur út í umferðina Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2014 15:51 Vísir/Arnþór Landsmenn munu vera meira á ferðinni en venjulega þar sem páskafrí er framundan. Nauðsynlegt er að huga að færð og veðri áður en lagt er af stað í fríið. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að sjá upplýsingar um færð á vegum landsins. Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að finna upplýsingar um veðurhorfur og veður á landinu. Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands verður sæmilegt veður um páskana. Talsverð rigning eða slydda og snjókoma inn til landsins verður þó seint á skírdag og 15 til 23 metrar á sekúndu. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig. Líkur eru á því að færð geti spillst og hætt er við hálku á. Tryggingarfyrirtækin Sjóvá og VÍS sendu frá sér tilkynningar í dag þar sem fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni og leggja vel hvílt af stað. Talið er að um 20 prósent banaslysa í umferðinni hér á landi megi rekja til þreytu. Þá kom í ljós að í nýlegri rannsókn á vegum Samgöngustofu segja tíu prósent ökumanna að þeir hafi oft eða stundum skyndilega orðið mjög syfjaðir við akstur. Átta prósent segjast hafa dottað við akstur. Þreyta hefur mikil áhrif á viðbrögð ökumanna og árvekni í umferðinni. Ökumaður sem sofnar undir stýri ógnar ekki eingöngu sínu eigi öryggi, heldur annarra í umferðinni. Meðal þeirra ráða sem Sjóvá mælir með er að vera úthvíldur áður en lagt er af stað í ferðalag. Gott sé að taka sér hlé frá akstri á tveggja tíma fresti og að skiptast á að aka bílnum. Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Landsmenn munu vera meira á ferðinni en venjulega þar sem páskafrí er framundan. Nauðsynlegt er að huga að færð og veðri áður en lagt er af stað í fríið. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að sjá upplýsingar um færð á vegum landsins. Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að finna upplýsingar um veðurhorfur og veður á landinu. Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands verður sæmilegt veður um páskana. Talsverð rigning eða slydda og snjókoma inn til landsins verður þó seint á skírdag og 15 til 23 metrar á sekúndu. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig. Líkur eru á því að færð geti spillst og hætt er við hálku á. Tryggingarfyrirtækin Sjóvá og VÍS sendu frá sér tilkynningar í dag þar sem fólk er hvatt til að fara varlega í umferðinni og leggja vel hvílt af stað. Talið er að um 20 prósent banaslysa í umferðinni hér á landi megi rekja til þreytu. Þá kom í ljós að í nýlegri rannsókn á vegum Samgöngustofu segja tíu prósent ökumanna að þeir hafi oft eða stundum skyndilega orðið mjög syfjaðir við akstur. Átta prósent segjast hafa dottað við akstur. Þreyta hefur mikil áhrif á viðbrögð ökumanna og árvekni í umferðinni. Ökumaður sem sofnar undir stýri ógnar ekki eingöngu sínu eigi öryggi, heldur annarra í umferðinni. Meðal þeirra ráða sem Sjóvá mælir með er að vera úthvíldur áður en lagt er af stað í ferðalag. Gott sé að taka sér hlé frá akstri á tveggja tíma fresti og að skiptast á að aka bílnum.
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira