NBA: San Antonio, Miami og OKC töpuðu öll í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 08:31 Dwyane Wade skoraði "bara" 9 stig í leiknum í nótt. Vísir/AP Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira