NBA: Hawks og Mavericks í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 11:00 Blake Griffin og DeMarcus Cousins Vísir/AP Images Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira