Innlent

Kostnaður RÚV vegna Eurovision um 30 milljónir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
17 manns, þar með taldir meðlimir Pollapönks, fóru út í ár.
17 manns, þar með taldir meðlimir Pollapönks, fóru út í ár.
Áætlað er að heildarkostnaður RÚV vegna þátttöku Íslendinga í Eurovision í Kaupmannahöfn verði á svipuðu róli og síðustu tvo ár. En þá hefur hann verið í kringum 30 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Hermannsdóttur, aðstoðarkonu Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra. Endanlegur kostnaður fyrir ferðina út í ár liggur þó ekki fyrir.

Fjöldi fulltrúa frá RÚV er nær alltaf sá sami ár hvert. 17 manns, þar með taldir keppendurnir í Pollapönki, fóru út í ár. Aðrir en keppendur eru aðstandendur atriðisins og starfsfólk RÚV sem heldur utan um þátttöku í keppninni.

„Við erum með allra fámennustu hópum sem taka þátt ef ekki sá fámennasti,“ segir Sigrún í svarinu.

Jafnframt kemur fram að rúmlega 70 prósent þjóðarinnar hafi horft þegar lagið, Enga fordóma, var flutt á þriðjudaginn var. Áhugi landsmanna á keppninni sé því greinilega mikill.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×