Jón Arnór og Sigmundur töfruðu fram atkvæði Framsóknarflokksins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 14:47 Sigmundur og Jón Arnór voru flottir saman. Vísir/Aðsent Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32